Sigurður Nordal (1886-1974)

Sigurður Nordal

Sigurður Nordal prófessor (1886-1974) var einn mesti fræðimaður 20. aldarinnar á sviði íslenskra fræða og rannsóknir hans, kenningar og greinar og önnur skrif marka ýmis skil í skilningi okkar á sögu okkar Íslendinga, einkum tengdri bókmentum. Þekktustu fræðiverk hans er líklega Íslenzk menning og Íslenzk lestrarbók – Samhengið í íslenskum bókmenntum.

Sigurður var ekki aðeins fræðimaður heldur einnig rithöfundur, ritaði leikrit og ljóð, það var einmitt á þeim vettvangi sem hann kemur við „tónlistarsögu“ Íslands en Fálkinn gaf út plötur með ýmsu menningartengdu efni og þar á meðal má nefna plötu sem kom út 1964 og bar titilinn Sigurður Nordal og Jón Helgason lesa úr verkum sínum en hlutur Sigurðar á þeirri plötu var sagan Ferðin sem aldrei var farin. Hluti af henni kom svo síðar út á kassettuformi (1988), fjögurra kassettna boxi undir nafninu 8 þjóðskáld lesa úr verkum sínum.

Efni á plötum