Skattsvikararnir (1994)

Skattsvikararnir

Sumarið 1994 starfaði hljómsveit um nokkurra vikna skeið sem bar heitið Skattsvikararnir en sveitin var eins konar undirleikarasveit Sigtryggs Baldurssonar í gervi Bogomils Font.

Bogomil Font hafði sungið með Milljónamæringunum áður en Sigtryggur fluttist vestur um haf haustið 1993 en þegar hann kom til Íslands í frí sumarið 1994 stofnaði hann Skattsvikarana sem lék á nokkrum dansleikjum – þá m.a. í samkeppni við Pál Óskar og Milljónamæringana sem þá voru einnig í dansleikjaham.

Skattsvikararnir voru auk Sigtryggs þeir Eyþór Gunnarsson píanó- og bongótrommuleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari, Gunnlaugur Guðmundsson bassaleikari og Óskar Guðjónsson saxófónleikari.