Afmælisbörn 16. september 2021

Jón Ólafsson frá Kirkjulæk

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni:

Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson á afmæli en hann er áttatíu og eins árs gamall í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar Íslendinga. Ómar hefur sungið á tugum hljómplatna, samið texta og tónlist, auk söngskemmtana í gegnum tíðina.

Jón Ólafsson frá Kirkjulæk í Fljótshlíð hefði einnig átt afmæli í dag en hann lést 2008, aðeins fimmtíu og þriggja ára. Jón (fæddur 1955) var í hljómsveitinni Hjónabandinu ásamt eiginkonu sinni og fleirum en tvær plötur komu út með sveitinni, þar af önnur sem gefin var út í minningu Jóns. Hann var einnig einn af Öðlingunum, litlum sönghópi sem starfar innan Karlakórs Rangæinga.

Vissir þú að lagið Atti katti nóa kemur upphaflega frá Krumma sem var helmingur tvíeykisins Rannveig og Krummi í Stundinni okkar?