Síróp (1993)

Síróp

Hljómsveitin Síróp (Sýróp) starfaði á höfuðborgarsvæðinu í skamman tíma haustið 1993 en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Svívirðing og m.a. keppt undir því nafni í Músíktilraunum um vorið.

Meðlimir Síróps voru þeir Róbert Ólafsson söngvari og gítarleikari, Arnar Þór Guttormsson gítarleikari, Jón Tryggvi Jónsson bassaleikari og Guðbjartur Árnason trommuleikari. Sveitin lék rokktónlist.