Síra Sigtryggur (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Síra Sigtryggur en nafnið er sótt til stofnanda Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði, sr. Sigtryggs Guðlaugssonar (1862-1959).

Hér er giskað á að sveitin hafi verið starfandi við skólann á Núpi á áttunda áratug síðustu aldar en allar upplýsingar um hana eru vel þegnar, hvað varðar meðlima- og hljóðfæraskipan, starfstíma og tilurð hennar almennt.