The Omalenys (1980)

Omalenys, the1

The Omalenys

Þjóðlagasveitin The Omalenys starfaði um tíma árið 1980 og lagði áherslu á írska tónlist auk reyndar ádeilutónlistar. Sveitin var sama sveit og kallaðist Arnaldur og kameldýrin, þótt með öðrum áherslum væri.

Meðlimir The Omalenys voru Eggert Pálsson píanóleikari, Egill Jóhannsson gítarleikari, Guðni Franzson saxófón- og klarinettuleikari og Valur Pálsson bassaleikari og voru þeir á menntaskólaaldri.