On earth (1998)

On earth1

On earth

On earth var eins konar raftónlistarverkefni þeirra Marteins Bjarnars Þórðarsonar og Sigurðar Baldurssonar, sem gáfu út plötuna Magical dust árið 1998.

Í blaðaviðtali vildu þeir ekki kalla sig hljómsveit heldur hljóðsmiðju eða hljóðiðnað, en á plötunni blönduðu þeir saman nýaldarraftónlist og fiðlu en til þess fengu þeir Dan Cassidy fiðluleikara til liðs við sig. On earth var því aldrei starfandi sem hljómsveit, heldur sem hljóðversverkefni sem aldrei kom opinberlega fram.

Platan Magical dust fór fremur hljótt og hlaut hún fremur slaka dóma í DV og Morgunblaðinu, platan hefur að mestu leyti að geyma frumsamda tónlist en á henni er einnig að finna nýstárlega útgáfu af laginu Krummi svaf í klettagjá, undir titlinum Raven.

Efni á plötum