Ólafur Ragnarsson (1954-)

Ólafur Ragnarsson1

Ólafur Ragnarsson (Óli popp)

Vestfirðingurinn Ólafur Ragnarsson (Óli Popp) hefur gefið út tónlist á eigin plötu (1983) sem og safnplötunni Sándkurl 2 sem kom út 1995, hann var ennfremur einn Karlrembna sem gaf út plötu um aldamótin.

Sólólata Ólafs hét Blanda fyrir alla og kom út á vegum útgáfufyrirtækisins Kviksjár. Um var að ræða sex laga plötu sem þó var 33 snúninga. Á plötunni sáu þau Ólafur og (Sólrún) Hulda Ragnarsdóttir systir hans um sönginn en aðrir önnuðust hljóðfæraslátt á plötunni. Platan, sem var tekin upp haustið 1981, kom ekki út fyrr en tveimur árum síðar. Á henni er m.a. að finna lagið Hafið eða fjöllin sem margir hafa spreytt sig á síðan, m.a. Flateyringurinn Siggi Björns og Ísfirðingurinn Helgi Björnsson, auk Fjallabræðra sem einnig hafa tengingu við Flateyri. Má segja að lagið sé eins konar þjóðsöngur Vestfirðinga.

Það fór lítið fyrir plötunni Blanda fyrir alla og sjaldan sjást eintök af henni í umferð, hún hlaut slaka dóma í Morgunblaðinu.

1999 kom út plata sem bar heitið Karlrembuplatan, á henni var að finna lög með nokkrum Flateyringum og nærsveitungum og spilar Ólafur nokkuð stórt hlutverk þar, syngur fjögur lög. Einnig hafði komið út lag með honum á safnplötunni Sándkurl 2, sem kom út 1995.

Ólafur hafði verið söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Lögbann, sem hafði einnig að geyma vísnasöngkonuna Bergþóru Árnadóttur auk annarra. Líklegt hlýtur að teljast að hann hafi komið við á fleiri sviðum tónlistarinnar.

Efni á plötum