Örvænting (1994-97)

engin mynd tiltækHljómsveit að nafni Örvænting lék nokkrum sinnum opinberlega norðanlands veturinn 1994-95 og því liggur beinast við að giska á að hún hafi verið starfandi á Akureyri. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit.

Sumarið 1997 lék sveit með þessu nafni í Hafnarfirði og var hún skipuð þeim Atla M. Rúnarssyni gítarleikara og söngvar, Jóni A. Brynjólfssyni bassaleikara og Brynjari Kristjánssyni trommuleikara. Ekki liggur fyrir hvort um sömu sveit er að ræða.

Allar upplýsingar um þessa sveit/ir eru vel þegnar.