Ottó og nashyrningarnir (1988-89)

Ottó og nashyrningarnir (Mynd Gunnar Sverrisson)

Rokkhljómsveitin Ottó og nashyrningarnir starfaði á árunum 1988 og 89 en síðarnefnda árið hélt hún til Sovétríkjanna sálugu ásamt nokkrum öðrum íslenskum sveitum á vegum friðar- og umhverfisverndarsamtakanna Next stop Soviet.

Það voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Kristinn Pétursson trommuleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Snorri Sturluson gítarleikari sem skipuðu þessa sveit.