Afmælisbörn 4. mars 2021

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er í fyrsta lagi gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir,…

Formaika (1990-91)

Hljómsveitin Formaika starfaði í rétt tæplega tvö ár í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar og náði á þeim tíma að senda frá sér eina smáskífu. Formaika var stofnuð í ársbyrjun 1990 og voru meðlimir hennar Einar Pétur Heiðarsson trommuleikari, Karl Ægir Karlsson bassaleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Vernharður Jósefsson gítarleikari. Sveitin sem lék…

Geirfuglarnir (1991-)

Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur starfað frá því snemma tíunda áratugarins með hléum og er af því er best er vitað enn starfandi. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur og hefur starfað nokkuð í leikhúsi. Upphaf Geirfuglanna má rekja til Menntaskólans við Sund þar sem Halldór Gylfason (leikari), Freyr Eyjólfsson (útvarpsmaður) og Þorkell Heiðarsson voru við…

Talúla (1997)

Tríóið Talúla (Talulla) vakti nokkra athygli fyrir lag sem það átti í kvikmyndinni Blossi: 810551, sem sýnd var í bíóhúsum landsins 1997. Það voru þeir Davíð Magnússon, Ottó Tynes og Þórarinn Kristjánsson sem skipuðu sveitina, og höfðu verið nokkurn tíma í henni þegar platan með tónlistinni úr myndinni kom út. Ekki liggur þó fyrir hversu…

Íslenskir tónar [2] (1991-93)

Hljómsveitin Íslenskir tónar vakti nokkra athygli á árunum 1991-93, sveitin var nokkuð virk um tíma og átti þá efni á safnplötum. Íslenskir tónar voru stofnaðir í Menntaskólanum við Sund fyrri part árs 1991. Á þeim tíma var heilmikil tónlistarvakning innan skólans, framsækinn andi í loftinu og fjölmargir tónleikar haldnir innan veggja hans, og innan þess…

Ottó og nashyrningarnir (1988-89)

Rokkhljómsveitin Ottó og nashyrningarnir starfaði á árunum 1988 og 89 en síðarnefnda árið hélt hún til Sovétríkjanna sálugu ásamt nokkrum öðrum íslenskum sveitum á vegum friðar- og umhverfisverndarsamtakanna Next stop Soviet. Það voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Kristinn Pétursson trommuleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Snorri Sturluson gítarleikari sem skipuðu þessa sveit.