Íslenskir tónar [2] (1991-93)

islenskir-tonar-2-1992

Íslenskir tónar

Hljómsveitin Íslenski tónar vakti nokkra athygli á árunum 1991-93 og átti þá efni á safnplötum.

Íslenskir tónar voru stofnaðir fyrri part árs 1991 og var ýmist sögð leika  nýbylgjurokk eða eins konar nýrokk með dansívafi.

Sveitin var kvintett framan af og þá voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson, Snorri Sturluson, Stefán Már Magnússon, Páll Úlfar Júlíusson og Finnur Björnsson í henni. Heilmiklar mannabreytingar urðu víst á Íslenskum tónum, sveitin var orðin sex manna 1992 og þá hafði nýr söngvari tekið við en engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjar þessar mannabreytingar voru.

Íslenskir tónar áttu efni á safnplötunum Icerave (1992) og Núll og nix: ýkt fjör (1993) og lék á útgáfutónleikum sumarið 1993 tengt síðarnefndu plötunni. Eftir það virðist sveitin vera hætt.