Kraumslistinn 2014 opinberaður

Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, verða afhent í sjöunda sinn í ár. Venju samkvæmt þá birtir Kraumur 20 platna úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistann, í byrjun desember yfir þau verk sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Kraumsverðlaunin sjálf verða svo afhent síðar á mánuðinum. Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er valinn af  tíu manna dómnefnd, svokölluðu…

Afmælisbörn 4. desember 2014

Í dag eru afmælisbörnin eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari Jakobínurínu er 24 ára. Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður (1916-93) hefði einnig átt afmæli þennan dag, hann söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur á sínum tíma og breiðskífu einnig þegar þær komu til sögunnar.