Afmælistónleikar Ragnheiðar Gröndal
Þann 15. desember nk. heldur Ragnheiður Gröndal söngkona upp á 30 ára afmælisdaginn sinn með stórtónleikum í Norðurljósasal tónlistarhússins Hörpu. Þar verður um að ræða spennandi ferðalag í gegnum feril hennar en hún á að baki átta plötur auk margra annarra verkefna. Ragnheiður hefur haft viðkomu í ýmsum tegundum tónlistarinnar s.s. djassi, poppi og blús…