„Læt ekki dýralækna um fjármálin mín“

Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni  Vesturbær VSB001 (2014) Íslenska rappsenan hefur fyrir löngu slitið barnsskónum og náði kannski hámarki sínum fyrir um fimmtán árum, þrátt fyrir að ýmsir hafi spáð henni stuttri ævi hefur enn ekki alveg fjarað undan henni og reyndar hefur hún lifað ágætu lífi á köflum. Úlfur Kolka Freysson var einn þeirra…

Franskir demantar – Hádegistónleikar Sigrúnar Pálmadóttur í Norðurljósum

Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona er ein af okkar allra fremstu óperusöngkonum og sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Víólettu Valéry í La traviata hjá Íslensku óperunni vorið 2008, og hlaut hún m.a. Grímuna í flokknum Söngkona ársins fyrir hlutverkið. Sigrún er búsett á Ísafirði og kennir þar söng við tónlistarskólann, ásamt fleiri tónlistarstörfum, en stígur nú…

Afmælisbörn 5. desember 2014

Og þá er það afmælisbarn dagsins á degi íslenskrar tónlistar: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri er 52 ára, hann hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamín og Göglum svo fáeinar séu nefndar.