Kammerkór Mosfellsbæjar gefur út Mitt er þitt
Nýlega kom út platan Mitt er þitt, með Kammerkór Mosfellsbæjar en á henni syngur kórinn fjórtán lög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Meðal lagahöfunda má nefna Gunnar Reyni Sveinsson, John Speight, Sigur Rós og Mario Castelnuovo-Tedesco svo fáeinir séu nefndir. Mitt er þitt er fyrsta plata Kammerkórs Mosfellsbæjar. Hljómsveit undir stjórn Reynis Sigurðssonar…