Kammerkór Mosfellsbæjar gefur út Mitt er þitt

Nýlega kom út platan Mitt er þitt, með Kammerkór Mosfellsbæjar en á henni syngur kórinn fjórtán lög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Meðal lagahöfunda má nefna Gunnar Reyni Sveinsson, John Speight, Sigur Rós og Mario Castelnuovo-Tedesco svo fáeinir séu nefndir. Mitt er þitt er fyrsta plata Kammerkórs Mosfellsbæjar. Hljómsveit undir stjórn Reynis Sigurðssonar…

Afmælisbörn 16. desember 2014

Í dag er eitt skráð afmælisbarn meðal tónlistarfólks: Á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi og lék inn á fjölmargar plötur hérlendis.