Kammerkór Mosfellsbæjar gefur út Mitt er þitt

Kammerkór Mosfellsbæjar - Mitt er þitt

Kammerkór Mosfellsbæjar – Mitt er þitt

Nýlega kom út platan Mitt er þitt, með Kammerkór Mosfellsbæjar en á henni syngur kórinn fjórtán lög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Meðal lagahöfunda má nefna Gunnar Reyni Sveinsson, John Speight, Sigur Rós og Mario Castelnuovo-Tedesco svo fáeinir séu nefndir. Mitt er þitt er fyrsta plata Kammerkórs Mosfellsbæjar.

Hljómsveit undir stjórn Reynis Sigurðssonar leikur á plötunni en hana skipa Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Sigurður Flosason þverflautuleikari og Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Strengjakvartett úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem inniheldur Zbigniew Dubik fiðluleikara, Pálínu Árnadóttur fiðluleikara, Svövu Bernharðsdóttur lágfiðluleikara og Sigurð B. Gunnarsson sellóleikara, kemur við sögu en einnig leika Guðni Franzson klarinettuleikari og Ívar Símonarson gítarleikari á plötunni. Símon H. Ívarsson er stjórnandi Kammerkórs Mosfellsbæjar.

Platan Mitt er þitt fæst í Smekkleysu og 12 tónum en einnig er hægt að kaupa plötuna hjá kórfélögum (simoni@simnet.is).