Afmælisbörn 30. nóvember 2014

Hér eru afmælisbörn dagsins: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtug, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur. Höskuldur Örn Lárusson söngvari og gítarleikari Spoon er 45 ára. Hann hefur verið í fjölmörgum öðrum hljómsveitum og má þar m.a. nefna Mikka ref, Munka…

Úr einu í annað

Olga vocal ensemble – Olga vocal ensemble Olga vocal ensemble OVE001 (2014) Íslensk/hollensk/rússneski söngkvintettinn Olga vocal ensemble hefur verið starfandi frá 2012 í Utrecht í Hollandi en þar hafa þeir félagar verið í söngnámi undanfarið undir handleiðslu Jóns Þorsteinssonar. Íslendingarnir voru upphaflega þrír fimmtu Olgu vocal ensemble en fækkað hefur um einn þeirra og er…

Afmælisbörn 29. nóvember 2014

Afmælisbörnin eru tvö að þessu sinni: Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari er 41 árs, hann er þekktastur fyrir veru sína í Landi og sonum en hann var einnig gítarleikari Vina vorra og blóma. Pétur Guðjohnsen tónlistarfrömuður hefði einnig átt afmæli en hann fæddist þennan dag árið 1812. Pétur stofnaði kór pilta við Latínuskólann í Reykjavík og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru þessi: Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona á stórafmæli en hún er fimmtug. Björg nam söng á Akureyri og fór síðan í framhaldsnám til Bretlands þar sem hún lauk námi 1999. Hún hefur gefið út þrjár sólóplötur (þar af eina jólaplötu), sungið á plötum annarra listamanna og á tónleikum og óperusýningum hér heima sem erlendis…

Íslenskir tónlistarmenn koma saman fyrir íbúa Gaza

Fyrir Gaza er safnplata gefin út fyrir íbúa Gaza þar sem 19 listamenn og hljómsveitir koma saman í nafni mannréttinda og mannúðar. Má þar nefna GusGus, FM Belfast, Sóley, Cell 7, Mammút, Prins Póló og Mugison. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til AISHA – Associal for Women and Child Protection sem sinnir neyðarhjálp fyrir konur og barnafjölskyldur á Gaza svæðinu. Samtökin standa einnig fyrir námskeiðum…

Afmælisbörn 26. nóvember 2014

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) á stórafmæli en hann er þrítugur. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Glamúrfyllt geimpopp

DJ flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum Eldflaug records [án útgáfunúmers] (2013) Steinunn Harðardóttir er með sérstakari listamönnum og aukasjálf hennar, Dj flugvél og geimskip, styður það. Steinunn hefur myndlistabakgrunn sem að hluta til skýrir nálgun hennar á tónlist, sem er óhefðbundin í öllum skilningi. Önnur skýring á nálgun hennar kann að vera tónlistaruppeldi…

Afmælisbörn 24. nóvember 2014

Nokkrir tónlistarmenn eiga afmæli í dag: Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile á stórafmæli dagsins en hann er fimmtugur. Hann er líkast til þekktastur fyrir veru sína í Todmobile sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en hann starfrækti einnig dúettinn Bong. Áður hafði hann verið í sveitum eins og Kolossus-band og Tappa tíkarrassi. Eyþór…

Afmælisbörn 23. nóvember 2014

Afmælisbörnin í dag eru eftirfarandi: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma á stórafmæli dagsins, hann er sjötugur. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík, gerðist síðar…

Afmælisbörn 22. nóvember 2014

Afmælisbarn dagsins er: Guðrún Ágústsdóttir (f. 1897) hefði átt afmæli á þessum degi en þessi sópransöngkona var með fyrstu óperusöngkonum okkar Íslendinga, hún tók þátt í fyrstu óratoríunni sem sett var á svið á Íslandi og söng í tilraunaútsendingum útvarps fyrir 1930. Hún lést 1983.

Afmælisbörn 21. nóvember 2014

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu í dag en þau eru þessi: Jónas Tómasson (yngri) tónskáld og tónlistarfrömuður frá Ísafirði er 68 ára, hann starfaði lengi með Heimi Sindrasyni undir nafninu Heimir og Jónas. Áskell Másson tónskáld og ásláttarleikari er 61 árs, hann hefur verið í hljómsveitum eins og Rússíbönum, Náttúru, Combó Þórðar Hall og Acropolis.…

Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk auglýsir eftir umsóknum

Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur hafið umsóknarferli sitt fyrir tónleika og verkefni sem fyrirhuguð eru á árinu 2015. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Umsóknarferlið er opið fyrir tónlistarmenn, hljómsveitir, hópa og félagasamtök. Stjórn sjóðsins vill hvetja tónlistarmenn sem og aðra sem hyggja á tónleikahald og skipulagningu tónlistarverkefna í Hörpu, úr öllum geirum tónlistar, til…

Óhefðbundin snilld

Prins Póló – Sorrí Skakkapopp SKA 08 (2014) Svavar Pétur Eysteinsson er löngu þekktur í íslensku tónlistarlífi, hann var í hljómsveitum eins og Skakkamanage, Létt á bárunni, Rúnk og fleiri böndum en kom fyrst fram á sjónarsviðið sem Prins Póló árið 2009 þegar hann gaf út fjögurra laga smáskífuna Einn heima. Síðan hefur hann reglulega…

Afmælisbörn 19. nóvember 2014

Nokkrir eiga afmæli í dag og þar af má finna tvö stórafmæli sellóleikara: Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari er fimmtug, hún er með fremstu sellóleikurum landsins og hefur þrátt fyrir klassískan bakgrunn starfað jafnt með klassíska geira tónlistarinnar á Íslandi og þeim poppaðri. Hún hefur leikið inn á fjölmargar plötur í gegnum tíðina, beggja megin línunnar…

Nöfn íslenskra hljómsveita II: – Unglingamenningin tekur völdin

Hér verður fjallað um nöfn hljómsveita á Íslandi, af nógu er að taka og því er rétt að skipta umfjölluninni í nokkrar minni greinar. Þessi annar hluti fjallar um bítlanöfnin og þá einkum sjöunda áratuginn.  Bítlagarg Áður en bítlatónlistin barst til Íslands höfðu annars konar straumar haft hér viðkomu, rokkið kom hingað fyrir alvöru 1956…

Afmælisbörn 18. nóvember 2014

Í dag er aðeins eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Þorleifur Guðjónsson bassaleikari er 58 ára í dag. Hann hefur leikið með mörgum af þekktustu hljómsveitum Íslandssögunnar s.s. Egó, KK-band, Samsara, MX-21 og Frökkunum, og einnig fjölmörgum óþekktum böndum s.s. Strákunum, Fjórum litlum sendlingum, Grinders, Móral og Þremur (Þrír nf.) á palli.

Afmælisbörn 17. nóvember 2014

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti) er 25 ára gamall en hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum röppurum eins og títt er um þá.  

Opið blúskvöld í Tjarnarbíói

Opið blúskvöld verður haldið þriðjudagskvöldið 18. nóvember nk. í Tjarnarbíói við Tjarnargötu 12. Þar geta þeir sem vilja látið söng sinn óma og túlkað blúsinn á sinn hátt, eins og segir í fréttatilkynningu frá Tjarnarbíói. Viðburðurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Blús á Café Rosenberg

Hljómsveitin Vor verður með tónleika á Café Rosenberg á Klapparstíg 29, laugardaginn 22. nóvember kl. 22:00. Á efnisskránni er blús og bland í poka. Blúsunnendur og aðrir eru hvattir til að mæta.

Afmælisbörn 16. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru allir farnir yfir móðuna miklu, þeir eru eftirfarandi: Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja og hafa sungið lög við ljóð og ljóðaþýðingar hans s.s. Álfareiðin (Stóð ég úti í tunglsljósi), Vísur Íslendinga (Hvað er svo glatt) og Ég bið að heilsa (Nú andar suðrið). Oddgeir Kristjánsson tónlistarfrömuður og tónskáld…

Poppsveitin Sólstafir kveður sér hljóðs

Sólstafir – Ótta  Season of mist SOM 331D (2014) Saga Sólstafa nær bráðlega tveimur tugum ára og á þeim árafjölda hefur sveitin sent frá sér ógrynni efnis í formi diska, vínylplatna og snælda. Framan af starfaði sveitin neðanjarðar og kom til að mynda ekki opinberlega fram fyrr en 1999, en þá hafði hún reyndar sent…

TÖFRAFLAUTAN – óperusýning fyrir börn í Norðurljósum á sunnudag kl. 13.30 og 16

Hin ástsæla ópera Mozarts, Töfraflautan, verður flutt í styttri útgáfu fyrir börn í Norðurljósum í Hörpu næsta sunnudag, 16. nóvember, á tveimur sýningum, kl. 13.30 og kl. 16. Að sýningunni standa Íslenska óperan, Harpa og Töfrahurð, sem nýverið gaf út bók eftir Eddu Austmann Harðardóttur byggða á óperunni. Í sýningunni er fuglafangarinn Papagenó í hlutverki…

Ný plata – Dýr merkurinnar: söngur dýranna

Út er komin barnaplatan Dýr merkurinnar: Söngur dýranna með lögum eftir Einar Þorgrímsson en hún er framhald plötunnar Afríka: Söngur dýranna, sem út kom í fyrra. Dýr merkurinnar hefur að geyma sögu sem er fléttuð tónlist eftir Einar en hann var kunnur barnabókahöfundur á árum áður, gaf m.a. annars út bækurnar Leynihellirinn og Myrka náman.…

Afmælisbörn 13. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er 49 ára. Arnþór Örlygsson (Addi 800) upptökumaður er 44 ára, hann hefur stýrt upptökum, tekið upp og hljóðblandað margar af vinsælustu plötum landsins seinni ára. Matthías Jochumsson ljóðskáld (1835-1920) hefði átt afmæli þennan dag, hann orti m.a. ljóðið við þjóðsöng okkar Íslendinga, Lofsöng (Ó, guð vors…

Afmælisbörn 12. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong er 52 ára, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) er þrítug í dag. Hún staldraði styst í Nylon-flokknum og tilheyrði aldrei The Charlies eins og þær kölluðu sig síðar.

Afmælisbörn 11. nóvember 2014

Afmælisbörnin eru fjölmörg á þessum degi: Ásgerður Flosadóttir var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change), hún er sextug í dag. Samúel Jón Samúelsson básúnuleikari á einnig stórafmæli í dag, hann er fertugur og hefur komið víða við,…

Fjölbreytileg flóra tónlistaratriða

Tónleikaumfjöllun – Iceland Airwaves 2014 Iceland Airwaves tónlistarhátíðin var nú um helgina haldin í sextánda skipti en hún hefur verið fastur liður í tónlistarlífi Íslendinga síðan 1999, þá var hún haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og er í dag orðin risa…

Afmælisbörn 10. nóvember 2014

Afmælisbörnin eru ekki af verri endanum í dag: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er 68 ára í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur Geirharðsson verslunarmaður, kráreigandi og fyrrum trommuleikari sveita eins og Q4U, Langa Sela og…

Afmælisbörn 9. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pjetur Stefánsson hefur gefið út plötur með eigin efni í nafni PS, PS & Bjóla, Big nós band og PS&CO, hann er 61 árs. Leó R. Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er 59 ára, hann lék með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og fleirum.

Ljúft með morgunkaffinu

Hafdís Huld – Home Hafdís Huld HH01 (2014) Hafdís Huld Þrastardóttir sendi í vor frá sér sína fimmtu breiðskífu (þar af eru tvær ætlaðar börnum) en útgáfunni hafði þá seinkað vegna barneigna söngkonunnar. Hafdís hafði vakið athygli kornung í Gusgus og enn meiri athygli hlaut hún þegar hún var rekin úr sveitinni 1999 en þá…

The Blues Project á Café Rósenberg í kvöld

Föstudagskvöldið 7. nóvember (í kvöld) verða tónleikar The Blues Project (áður Marel Blues Project) á Café Rosenberg Klapparstíg 27. Fullt af nýju efni á dagskránni. Tónleikarnir byrja kl 22.00. 1.500 kall inn og glaðningur fylgir hverjum miða! Endilega mætið tímalega til að tryggja ykkur sæti! Fram koma: Rakel María Axelsdóttir – söngur Brynjar Már Karlsson…

Afmælisbörn 7. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Guðlaugur (Auðunn) Falk gítarleikari (Exizt, Gildran, Dark harvest, Stálfélagið, C.o.T. o.fl.) er 55 ára. Óttarr Proppé (Prófessor Pimp) alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock o.fl. er 46 ára. Einnig hefði Guðmundur Finnbjörnsson (f. 1923) fiðlu- og saxófónleikari frá Ísafirði átt afmæli þennan dag en hann rak hljómsveitir undir eigin…

Ragnheiður snýr aftur í desember

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson snýr aftur á svið Íslensku óperunnar í desember, eftir mikla sigurgöngu síðastliðið vor. Alls urðu sýningar á óperunni þrettán talsins í Eldborg í Hörpu og komust færri að en vildu. Sýningin hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar og var í kjölfarið valin Sýning ársins 2014, auk þess sem…

Off venue dagskrá Iðu fyrir Iceland Airwaves 2014

Bókabúðin Iða við Lækjargötu mun taka þátt í off venue dagskrá Iceland Airwaves hátíðarinnar eins og svo margir aðrir og verður dagskráin þar sem hér segir: Föstudagur 7. nóvember 16:00 Eric Vitoff (US) 18:00 Saktmóðigur 18:45 Strigaskór nr. 42 Laugardagur 8. nóvember 14:00 Munstur 15:00 The Anatomy of Frank (US) 15:45 Hinemoa 16:30 Klassart 17:15 AmabAdamA…

Stelpur rokka! með off-venue tónleika á Loft Hostel

Stelpur rokka! ætla að taka þátt í Iceland Airwaves í ár með glæsilegri off-venue dagskrá á Loft Hostel í Bankastræti, fimmtudaginn 6. nóvember. Dagskráin hefst kl. 16:15 og stendur yfir til u.þ.b. 20:00. Fram koma hljómsveitir og tónlistarkonur sem allar hafa komið að starfi Stelpur rokka! á einhvern hátt, auk tónlistarkonu frá Skotlandi. Dagskránni er…

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í þrítugasta og annað skiptið en þeir hafa verið á dagskrá kórsins samfleytt frá árinu 1982. Dagskráin hófst í gær, 2. nóvember með hátíðarmessu í Dómkirkjunni og með tónleikum í Neskirkju um kvöldið þar sem Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar flutti Requiem eftir franska tónskáldið G. Fauré, einsöngvarar voru Fjölnir…

Afmælisbörn 3. nóvember 2014

Afmælisbarn dagsins er aðeins eitt að þessu sinni: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er 28 ára, auk þess að starfa sjálfstætt hefur hann leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit og I adapt svo fáeinar séu nefndar.