Afmælisbörn 29. nóvember 2014

Pétur Guðjohnsen

Pétur Guðjohnsen

Afmælisbörnin eru tvö að þessu sinni:

Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari er 41 árs, hann er þekktastur fyrir veru sína í Landi og sonum en hann var einnig gítarleikari Vina vorra og blóma.

Pétur Guðjohnsen tónlistarfrömuður hefði einnig átt afmæli en hann fæddist þennan dag árið 1812. Pétur stofnaði kór pilta við Latínuskólann í Reykjavík og var einnig organisti Dómkirkjunnar, hann átti einnig stærstan þátt í að fyrsta orgel landsins kom til landsins og var því að mörgu leyti frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi um miðja nítjándu öldina. Pétur lést 1877.