
Orri Harðar
Tvö afmælisbörn í dag:
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór á afmæli og er 47 ára, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum, auk þess að syngja á plötum annarra tónlistarmanna. Jóhann Friðgeir hefur gefið út fjórar sólóplötur.
Orri Harðarson trúbador er 42 ára, hann vakti fyrst athygli í Músíktilraunum með Óþekktum andlitum frá Akranesi og síðan með Tregablandinni lífsgleði og öðrum Skagasveitum, hann hefur spilað á plötum annarra auk þess að annast upptökustjórn og útsetningar, mest hefur hann unnið einn, enda hefur hann gefið út fimm sólóplötur.