
Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir undir stjórn Beáta Joó mun á næstu dögum syngja á fernum aðventutónleikum á heimaslóðum.
Á fimmtudagskvöldið 4. desember verður kórinn með aðventutónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri klukkan 20 og á föstudagskvöldið (5. desember) verða þeir í Suðureyrarkirkju klukkan 20 á aðventukvöldi sem þar verður haldið. Á sunnudaginn (7. desember) verða Ernir með tvenna tónleika, annars vegar í félagsheimilinu í Bolungarvík klukkan 15 og hins vegar um kvöldið í Ísafjarðarkirkju klukkan 20.
Með kórnum syngur Lísa Marý Viðarsdóttir sópransöngkona einsöng en hún stundar nám við Söngskóla Sigurðar Demetz, meðleikari er Margrét Gunnarsdóttir og stjórnandi er sem fyrr segir, Beáta Joó.
Aðgangur á aðventutónleika kórsins er ókeypis.