Tónleikar Schola cantorum í desember

Schola Cantorum

Schola cantorum

Schola cantorum býður upp á fjölbreytt úrval tónleika í jólamánuðinum en þeir verða sem hér segir:

Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju 3. des kl. 12:00 – Kom þú, kom vor Immanúel
Á fyrri hádegistónleikum sínum á aðventunni býður Schola cantorum upp á unaðsfagra kórtónlist tengda aðventu og jólum.
Hér er upplagt tækifæri til að koma í Hallgrímskirkju i hádeginu og eiga stutta hátíðlega stund í aðdraganda jóla.

Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Miðaverð kr. 2000.

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju 17. des. kl. 12:00 – Hátíð fer að höndum ein

Schola cantorum býður hér upp á síðari hádegistónleika sína á aðventunni með áherslu á fagra jólatónlist.
Upplagt tækifæri til að koma við í Hallgrímskirkju i hádeginu og eiga stutta hátíðlega stund, þegar jólin nálgast óðum.

Stjórnandi og orgelleikari Hörður Áskelsson.

Miðaverð kr. 2000.

Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju 28. des. kl. 17:00 Jólatónleikar Schola cantorum

Schola cantorum verður með hátíðartónleika þar sem  flutt verða jólalög í hugljúfum anda. Frumflutningur á fjórum jólalögum eftir Hafliða Hallgrímsson ásamt þekktari jólalögum.

Einsöngvarar: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Hildigunnur Einarsdóttir.
Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Miðaverð kr. 3.500.

Frekari upplýsingar um viðburði eru á www.scholacantorum.is og á facebooksíðu Schola cantorum, https://www.facebook.com/scholacantorumrvk0