Jólatónleikar Kyrjanna í Seltjarnarneskirkju

Kvennakórinn Kyrjurnar heldur jólatónleika sína í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 11. desember nk. klukkan 20 og verða þeir undir yfirskriftinni „Ég man þau jólin…“. Á tónleikunum mun kórinn syngja jólalög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. Einsöngvari með kórnum á fimmtudagskvöldið verður Valgerður Guðnadóttir og við píanóið situr Helgi Már Hannesson. Stjórnandi Kyrjanna er Sigurbjörg Hvanndal…

Kom blíða tíð! – Jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar – Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. Á tónleikunum verða sungnir jólasöngvar úr ýmsum áttum, bæði innlendir og erlendir, rólegir og hátíðlegir söngvar en einnig léttir og fjörugir. Jólatónleikar í Akureyrarkirkju eru ákaflega hátíðleg stund. Tónleikar…

Tónleikar Schola cantorum í desember

Schola cantorum býður upp á fjölbreytt úrval tónleika í jólamánuðinum en þeir verða sem hér segir: Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju 3. des kl. 12:00 – Kom þú, kom vor Immanúel Á fyrri hádegistónleikum sínum á aðventunni býður Schola cantorum upp á unaðsfagra kórtónlist tengda aðventu og jólum. Hér er upplagt tækifæri til að koma í Hallgrímskirkju…