Afmælisbörn 30. desember 2014

Bjarni móhíkani (2)

Bjarni Þórðarson

Afmæli eiga eftirtaldir í dag:

Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er 39 ára, hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á útgefnum plötum. Hann hefur einnig sjálfur gefið út plötur.

Bjarni „móhíkani“ (Þórður) Þórðarson (f. 1966) hefði einnig átt þennan afmælisdag en hann lést 2005. Hann var í pönksveitum á borð við Sjálfsfróun, Bíafra restaurant, Haugi og heilsubresti, Alsælu og Kumli.