Afmælisbörn 19. desember 2014

Ómar Diðriksson

Ómar Diðriksson

Afmælisbörn dagsins eru:

Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri á Hellu er 52 ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út sólóplötur.

Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá Egilsstöðum er 49 ára gömul, hún hefur starfað að mestu fyrir austan og þá með sveitum eins og Teppinu hennar tengdamömmu, Ökklabandinu, Bergmáli, Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar, XD3 og Nefndinni svo nöfn séu nefnd. Gréta sendi frá sér plötuna Glópagull árið 2000.