Afmælisbörn 23. desember 2014

Árni Björnsson tónskáld

Árni Björnsson

Eitt afmælisbarn er skráð á Þorláksmessu:

Árni Björnsson tónskáld (f. 1905) hefði átt afmæli þennan dag en hann lést 1995. Árni var úr Kelduhverfinu, fékk snemma áhuga á orgelleik, kórstjórnun og tónsmíðum, og svo fór að hann fór til náms, fyrst innanlands og síðan utan, og lét draum sinn rætast. Þegar hann kom aftur til Íslands átti hann eftir að spila með nýstofnaðri sinfóníuhljómsveit hér heima, auk danslagasveita, en aukinheldur kenndi hann tónlist ásamt því að semja. Líf Árna tók þó stakkaskiptum þegar hann varð fyrri líkamsárárs sumarið 1952 og varð nánast óvinnufær eftir það. Tónlist Árna hefur verið þó verið gefin út að einhverju leyti í þrígang, og eitthvað er að finna á öðrum plötum.