Afmælisbörn 20. desember 2014

Stefán Hjörleifsson

Stefán Hjörleifsson

Aðeins eitt afmælisbarn er skráð í dag og þar er um að ræða stórafmæli:

Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtugur. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann verið í mörgum hljómsveitum s.s. Bringuhárunum, Töfraflautunni, Fjórum piltum af Grundarstíg, Toppmönnum, Possibillies, Bítlavinafélaginu og áðurnefndri Nýdanskri. Það þarf varla að taka fram að hann hefur leikið inn á fjöldann allan af plötum. Stefán var einn þeirra sem stofnaði til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hann er einnig stofnandi vefsíðunnar Tónlist.is.