Radíus [1] (1980-84)

Hljómsveitin Radíus var sveitaballasveit frá Vestmannaeyjum en hún spilaði mikið á Suðurlandi um og upp úr 1980. Sjöund (7und) varð síðar til upp úr sveitinni, en upplýsingar um hana eru af skornum skammti. Þó átti sveitin efni á safnplötunni SATT 2 (1984) og var sveitin þá skipuð þeim Þórarni Ólafssyni söngvara, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Eiði…

Samfella Nönnu (1996)

Hljómsveitin Samfella Nönnu var starfrækt í Vestmannaeyjum 1996. Helgi Tórshamar var einn meðlima sveitarinnar en ekki liggur fyrir hverjir fleiri skipuðu sveitina eða hversu lengi hún starfaði.

Stertimenni (1989-91)

Stertimenni er hljómsveit úr Vestmannaeyjum en hún tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1989, þá skipuð þeim Viktori Ragnarssyni bassaleikara, Hafþóri Snorrasyni bassaleikara, Óskari Matthíassyni gítarleikara, Steingrími Jóhannessyni hljómborðsleikara og Ómari Smárasyni söngvara. Sveitin var enn starfandi 1991 en það ár átti hún lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Meðlimir voru…

Tranzlokal (2005 – 2007)

Vestmannaeyska pönkrokksveitin Tranzlokal var stofnuð 2005 upp úr hljómsveitunum Lonesher og Pacific, og var upphaflega skipuð þeim Guðmundi Óskari Sigurmundssyni söngvara og gítarleikara, Daníel Andra Kristinssyni bassaleikara, Pétri [?] gítarleikara og Sæþóri Þórðarsyni trommuleikara. Árið eftir (2006) keppti sveitin í Músíktilraunum og komst í úrslit þeirrar keppni. Þá hafði Arnar Sigurðsson tekið við gítarnum af Pétri.…

Trycorp (2006)

Hljómsveitin Trycorp starfaði í Vestmannaeyjum 2006. Meðlimir sveitarinnar voru Tryggvi [?] söngvari og gítarleikari, Kjartan [?] trommuleikari, Sigur [?] hljómborðsleikari og Eyþór [?] bassaleikari. Flestir meðlima Trycorp voru samhliða í annarri Eyjasveit, Stillbirth en litlar upplýsingar er að finna um sveitina.

Útlendu aparnir (2006)

Hljómsveitin Útlendu aparnir úr Vestmannaeyjum var eins konar undanfari The Foreign monkeys sem sigraði Músíktilraunir 2006. Líklega er þó ekki um að ræða sömu sveitina, þeir Bogi Rúnarsson bassaleikari og Gísli Stefánsson gítarleikari (báðir úr Foreign monkeys) voru í henni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.