Karlakór Vestmannaeyja [1] (1881-82)

Karlakór Vestmannaeyja hinn fyrsti starfaði í um eitt ár eða e.t.v. aðeins einn vetur, á síðasta fimmtungi 19. aldar.

Kórinn var stofnaður haustið 1881 og var Sigfús Árnason organisti við Landakirkju stjórnandi kórsins, kórinn var oft kenndur við hann og nefndur Karlakór Sigfúsar Árnasonar. Stofnmeðlimir hans voru tólf og hélst sú tala líklega nokkurn veginn þar til hann hætti störfum árið eftir.

Sigfús átti síðar eftir að stjórna öðrum karlakór um áratug síðar sem hlaut nafnið Söngfélag Vestmannaeyja.