Karlakór Vestmannaeyja [1] (1881-1910)

engin mynd tiltækKarlakór Vestmannaeyja hinn fyrsti starfaði um þriggja áratuga skeið um aldamótin 1900.

Kórinn var stofnaður haustið 1881 og var Sigfús Árnason organisti stjórnandi kórsins fyrstu árin, kórinn var oft kenndur við hann, nefndur Karlakór Sigfúsar Árnasonar.

Kórinn var fremur fámennur í upphafi en stofnmeðlimir hans voru tólf, þeim fjölgaði þó smám saman.

Þegar Sigfús fluttist til Ameríku 1905 tók við kórnum sonur hans, organistinn og tónskáldið Brynjólfur Sigfússon. Undir hans stjórn starfaði Karlakór Vestmannaeyja líklega til 1910, en um það leyti sameinaði Brynjólfur kórinn og kirkjukórinn í Vestmannaeyjum sem hann stjórnaði einnig, og var þá myndaður blandaður kór en hann varð síðar meir að Vestmannakórnum sem starfaði lengi í Eyjum.