Sigurður Ísólfsson (1908-92)

Orgnistans Sigurðar Ísólfssonar verður e.t.v. helst minnst fyrir ríflega hálfrar aldar starf sitt við Fríkirkjuna í Reykjavík en hann starfaði við kirkjuna fyrst sem aðsoðarmaður og svo organisti og kórstjóri. Sigurður G. Ísólfsson (Sigurður Guðni Ísólfsson) fæddist sumarið 1908 á Stokkseyri og er ekki hægt að segja annað en að tónlistin hafi verið honum borin…

Drengjakór Fríkirkjunnar (1951-53)

Drengjakór Fríkirkjusafnaðarins (Drengjakór Fríkirkjunnar) var starfræktur tvo vetur á árunum 1951-53 en undirbúningur fyrir stofnun hans hófst 1950. Guðmunda Elíasdóttir stýrði kórnum sem kom í fyrsta skipti fram á sumardaginn fyrsta vorið 1951, og í nokkur skipti eftir það. Andrés Indriðason var líkast til eini þjóðþekkti Íslendingurinn sem var í þessum drengjakór.