Blúskonsert við Laugardalinn 16. október

Laugardagskvöldið 16. október nk. verðu blásið til blúskonserts á Ölveri en þar munu þeir félagar Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þorleifur Gaukur Davíðsson munnhörpuleikari kafa ofan í rætur sínar í blúsnum. Með þeim á sviðinu verða  Andri Ólafsson bassaleikari og Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari.

Tónleikarnir í Ölveri hefjast klukkan 21:00 og miða á þá er hægt að nálgast á vefsíðunni https://tix.is/is/event/12167/gu-mundur-petursson/.