Síðustu nöfnin bætast við á Iceland Airwaves 2023

Nú liggur fyrir hvaða tónlistaratriði koma fram á Iceland Airwaves 2023. Fjöldinn allur af frábærlega flottum, ofur hipp og ótrúlega skemmtilegum atriðum mun spila í miðborg Reykjavíkur í nóvember.

Meðal nýjustu nafnanna sem nú slást í hópinn eru  okkar allra besti Daði Freyr, iðnaðar teknópönk-rokk- og sviðsframkomugoðsagnirnar í Hatara, heimaræktaði rapparinn GKR, indí-folkstjarnan Axel Flóvent, hin dáleiðandi JFDR, hin einlæga Elín Hall og hinn fjölhæfi Haraldur Þorleifsson með bandið sitt Önnu Jónu Son.

Meðal spennandi alþjóðlegra listamanna sem hafa bæst við eru Anjimile með sálarríkar og innhverfar laglínur, Caleb Kunle með R&B innrennsli í grúvum, hið virta tónskáld Dustin O’Halloran, hinn fjölhæfileikaríki Mick Strauss, nýstirnið slowshift og margir fleiri.

Áður höfðu tilkynnt þátttöku sína meðal annars hið ástsæla indí band Bombay Bicycle Club, mínimalíska rokksveitin Yard Act, suður-kóreski hópurinn Balming Tiger, sjóðheita nýstirnið Blondshell frá New York, Lime Garden frá Brighton, iðnaðar póst-pönk hljómsveitin Squid, írsku bílskúrspönkararnir Sprints, frönsk-amerísku bræðurnir Faux Real, kanadíski lagahöfundurinn Andy Shauf, Montreal hópurinn Ghostly Kisses og fleiri.

Uppselt var á hátíðina í fyrra og hlaut hún lof frá virtum miðlum á borð við NME, Rolling Stone og The Independent, auk þess sem hún hlaut verðlaun sem besta innihátíðin í Evrópu. Takmarkað magn miða er í boði – fyrstir koma, fyrstir fá og hér er hægt að kaupa miða.

ALLIR LISTAMENN SEM KOM FRAM Á IA23:

Andy Shauf, Anjimile, Anna Gréta, Arny Margret, ÁSDÍS, Ash Olsen, Axel Flóvent, Balming Tiger, Blondshell, Bombay Bicycle Club, Caleb Kunle, Cassia, Celebs, ClubDub, CYBER, Daði Freyr, Daniil, DOMi & JD BECK, Donkey Kid, Dustin O’Halloran, Elín Hall, ex.girls, Eydís Evensen, Faux Real, FETISH, Fókus, Fran Vasilić, Gaidaa, Gallus, Ghostly Kisses, GKR, GREYSKIES, GRÓA, gugusar, Hatari, Hekla, Jelena Ćirić, JFDR, JJ Paulo, Jonathan Hultén, Kári, KARÍTAS, Kneecap, Kónguló, Kristin Sesselja, KUSK & Óviti, Kvikindi, Lime Garden, LÓN, Love’n’Joy, MADMADMAD, Markéta Irglová, Mick Strauss, Monikaze, Mugison, Myrkvi, NANNA, neonme, Önnu Jónu Son, Sandrayati, Sigrún Stella, SKAAR, slowshift, Soffía, Sprints, Squid, Sunna Margrét, SUPERJAVA, superserious, THE GOA EXPRESS, The Haunted Youth, Tilbury, Trentemøller, Una Torfa, WARMLAND, Whispering Sons, Yard Act.