Karlakór Biskupstungna (?)

engin mynd tiltækKarlakór Biskupstungna starfaði í áratugi undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu en kórinn æfði iðulega á heimili hans.

Heimildir eru mjög mismunandi og margsaga um hversu lengi kórinn starfaði, allt frá tuttugu og upp í fjörutíu ár.

Staðfest er að Karlakór Biskupstungna starfaði á árunum 1949-58 en fylla þarf í eyðurnar framan og aftan við þau ártöl. Allar nýjar upplýsingar varðandi kórinn væru því vel þegnar.