Karlakór verkamanna [1] (1927-28)

Karlakór AKureyrar 1930 - stofnfélagar

Karlakór Akureyrar í upphafi, fjölmargir stofnfélagar kórsins komu úr Karlakór verkamanna

Fjölmargir karlakórar verkamanna voru starfandi hérlendis framan af síðustu öld. Fyrstur þeirra var kór verkamanna starfandi á Akureyri.

Karlakór verkamanna á Akureyri var stofnaður vorið 1927 og starfaði hann nokkuð fram á árið 1928 þegar hann lagði upp laupana. Segja má að kórinn hafi markað upphaf karlakórasöngs á Akureyri því áhuginn var vakinn og ríflega ári síðar höfðu nokkrir félagar í kórnum komið að stofnun nýs kórs, Karlakórs Akureyrar.

Áskell Snorrason var stjórnandi Karlakórs verkamanna á Akureyri á meðan hann starfaði, og 1945 þegar kórinn var endurvakinn fyrir eina söngskemmtun sem haldin var í höfuðstað Norðurlands þá stjórnaði Áskell einnig.