Karlakór verkamanna [1] (1927-28)

Fjölmargir karlakórar verkamanna voru starfandi hérlendis framan af síðustu öld. Fyrstur þeirra var kór verkamanna starfandi á Akureyri. Karlakór verkamanna á Akureyri var stofnaður vorið 1927 og starfaði hann nokkuð fram á árið 1928 þegar hann lagði upp laupana. Segja má að kórinn hafi markað upphaf karlakórasöngs á Akureyri því áhuginn var vakinn og ríflega…

Karlakór verkamanna [2] (1932-40)

Karlakór verkamanna í Reykjavík var líkast til mest áberandi þess konar karlakóra sem störfuðu einkum á fjórða áratug síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í mars 1932 og starfaði fyrsta árið undir stjórn Benedikts Elfar en að því loknu tók Hallgrímur Jakobsson við keflinu. Hann stjórnaði kórnum allt til loka en kórinn starfaði til 1940. Karlakór…

Karlakór verkamanna [4] (1933-34)

Karlakór verkamanna var starfandi á Eskifirði 1933 og 34 að minnsta kosti. Hann gæti þó hafa starfað mun lengur. Vitað er að fyrsti stjórnandi kórsins var Arnfinnur Jónsson en um aðra er ekki vitað. Allar upplýsingar um Karlakór verkamanna á Eskifirði eru vel þegnar.

Karlakór verkamanna [5] (1936)

1936 var Karlakór verkamanna starfandi á Norðfirði. Ekki liggur fyrir hvort kórinn starfaði lengur en það eina ár en Ingólfur Sigfússon var stjórnandi hans. Allar upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.  

Karlakór verkamanna [7] (1936-42)

Karlakór verkamanna var starfandi í Vestmannaeyjum um nokkurra ára skeið á árunum 1936-42. Árni Hálfdán Jóhannsson Johnsen stjórnaði kórnum fyrri þrjú árin en síðan Guðjón Guðjónsson. Þessi kór hafði yfirleitt að geyma um tuttugu og fimm söngmenn en þeir voru flestir utanbæjarmenn, farandverkamenn sem komu og fóru.