Karlakór verkamanna [4] (1933-34)

Karlakór verkamanna var starfandi á Eskifirði 1933 og 34 að minnsta kosti. Hann gæti þó hafa starfað mun lengur. Vitað er að fyrsti stjórnandi kórsins var Arnfinnur Jónsson en um aðra er ekki vitað. Allar upplýsingar um Karlakór verkamanna á Eskifirði eru vel þegnar.

Karlakór verkamanna [5] (1936)

1936 var Karlakór verkamanna starfandi á Norðfirði. Ekki liggur fyrir hvort kórinn starfaði lengur en það eina ár en Ingólfur Sigfússon var stjórnandi hans. Allar upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.  

Karlakór Dagsbrúnar (1946-48)

Karlakór Dagsbrúnar var starfandi innan verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar á árunum 1946 til 48 undir stjórn Hallgríms Jakobssonar. Ekkert bendir til að kórinn hafi starfað um lengri tíma. Allar nánari upplýsingar um þennan kór má senda til Glatkistunnar.

Karlakór verkamanna [7] (1936-42)

Karlakór verkamanna var starfandi í Vestmannaeyjum um nokkurra ára skeið á árunum 1936-42. Árni Hálfdán Jóhannsson Johnsen stjórnaði kórnum fyrri þrjú árin en síðan Guðjón Guðjónsson. Þessi kór hafði yfirleitt að geyma um tuttugu og fimm söngmenn en þeir voru flestir utanbæjarmenn, farandverkamenn sem komu og fóru.

Karlakór Vestmannaeyja [1] (1881-1910)

Karlakór Vestmannaeyja hinn fyrsti starfaði um þriggja áratuga skeið um aldamótin 1900. Kórinn var stofnaður haustið 1881 og var Sigfús Árnason organisti stjórnandi kórsins fyrstu árin, kórinn var oft kenndur við hann, nefndur Karlakór Sigfúsar Árnasonar. Kórinn var fremur fámennur í upphafi en stofnmeðlimir hans voru tólf, þeim fjölgaði þó smám saman. Þegar Sigfús fluttist til…

Karlakór Vestmannaeyja [3] (?)

Karlakór var starfandi í Vestmannaeyjum, líklega á fjórða áratug síðustu aldar, undir stjórn Halldórs Guðjónssonar. Engar upplýsingar liggja fyrir um þennan kór en þeir sem hefðu þær mættu gjarnan miðla þeim til Glatkistunnar.

Karlakór Vestmannaeyja [4] (1941-62)

Sá Karlakór Vestmannaeyja sem starfaði hvað lengst og áorkaði hvað mestu, var starfræktur á um rúmlega tuttugu ára skeiði um miðja síðustu öld. Það sem þó einkenndi starf hans öðru fremur voru tíð kórstjóraskipti en sjö stjórnendur komu við sögu hans, þar af einn þeirra þrívegis. Það var Ragnar Halldórsson tollþjónn í Vestmannaeyjum sem var…

Afmælisbörn 14. desember 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er fimmtíu og þriggja ára, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason hljómborðsleikari…

Afmælisbörn 13. desember 2015

Í dag eru tveir tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og eins árs á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék þ.a.l.…

Afmælisbörn 12. desember 2015

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag tvö tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór á afmæli og er fjörutíu og átta ára, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum, auk þess að syngja á plötum annarra tónlistarmanna. Jóhann Friðgeir hefur gefið út fjórar sólóplötur.…

Afmælisbörn 11. desember 2015

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og eins árs gamall. Hann lék sem gítarleikari í fjölmörgum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú þekktasta. Guðlaugur hefur einnig gefið…

Afmælisbörn 10. desember 2015

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm söngvari og trymbill á stórafmæli á þessum degi en hann er sjötugur. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar sé nefndar. Einar er faðir Ólafs Hólm…

Afmælisbörn 9. desember 2015

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru tvö talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er þrjátíu og átta ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni okkar o.þ.h.…

Afmælisbörn 8. desember 2015

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fjörutíu og fimm ára í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið sem einn…

Afmælisbörn 7. desember 2015

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti: Jórunn Viðar tónskáld er hvorki meira né minna en níutíu og sjö ára gömul á þessum degi. Jórunn nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og hefur samið fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir kletti…

Nýtt efni

Nokkrir karlakórar voru nú að bætast í K-ið í gagnagrunni Glatkistunnar. Áfram verður unnið á þeim slóðum í grunninum og verða því kórar óhjákvæmilega áberandi í nýju efni á næstunni. Allar ábendingar, leiðréttingar og viðbætur eru sem fyrr vel þegnar í vefpósti (glatkistan@glatkistan.com), hvort sem um er að ræða efni sem þegar hefur verið birt,…

Karlakór Ísafjarðar (1922-87)

Löng hefð er fyrir karlakórastarfi á Vestfjörðum og hefur Ísafjörður verið þar fremstur í flokki en þar má segja að hafi nokkuð samfleytt starfað karlakór allt frá 1922 er Karlakór Ísafjarðar var stofnaður. Það er líka athyglisvert að tveir máttarstólpar í ísfirsku tónlistarlífi, þeir Jónas Tómasson og Ragnar H. Ragnar stjórnuðu kórnum í samtals í…

K.F.U.M. kvartettinn (1909-10)

K.F.U.M. kvartettinn var söngkvartett, stofnaður innan K.F.U.M. 1909 og starfaði í eitt ár. Fyrirmyndin að stofnun hans var kvartettinn Fóstbræður sem þá starfaði í Reykjavík. Meðlimir K.F.U.M. kvartettsins voru Sigurbjörn Þorkelsson (síðar kenndur við verslunina Vísi), Loftur Guðmundsson (síðar ljósmyndari), Stefán Ólafsson og Hallur Þorleifsson.

Karlakór Ísafjarðar – Efni á plötum

Sunnukórinn & Karlakór Ísafjarðar – Í faðmi fjalla blárra Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 24 Ár: 1968 1. Blandaður kór – Í faðmi fjalla blárra 2. Blandaður kór – Íslands fáni 3. Karlakór Ísafjarðar – Nú sefur jörðin sumargræn 4. Karlakór Ísafjarðar – Litla skáld á grænni grein 5. Karlakór Ísafjarðar – Þér kæra sendir kveðju…

Karlakór K.F.U.M. (1911-36)

Starf Kristilegra félagra ungra manna og kvenna (KFUM & K) hefur verið með ýmsum hætti í gegnum tíðina og á sínum tíma voru starfandi kórar meðal hvors félags, þó ekki á sama tíma. Karlakór K.F.U.M. starfaði töluvert á undan og var undanfari karlakórsins Fóstbræðra en kórinn átti sér einnig sjálfur undanfara. Allt frá 1911 hafði…

Karlakór K.F.U.M. – Efni á plötum

Karlakór K.F.U.M. [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1003 Ár: 1930 1. Söngfuglarnir 2. Um sumardag Flytjendur: Karlakór K.F.U.M. – söngur undir stjórn Jóns Halldórssonar Jón Guðmundsson – einsöngur     Karlakór K.F.U.M. [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1004 Ár: 1930 1. Álfafell 2. Hlíðin mín fríða Flytjendur: Karlakór K.F.U.M. – söngur…

Karlakór Miðneshrepps (1951-54 / 1963-64)

Upplýsingar um Karlakór Miðneshrepps (stundum einnig nefndur Karlakór Miðnesinga) eru af afar skornum skammti, svo virðist sem kórinn hafi starfað annars vegar á árunum milli 1951 og 54, hins vegar 1963-64. Miðneshreppur er nú á dögum nefndur Sandgerðisbær dags daglega. Þrátt fyrir að kórinn hafi ekki mörg starfsár að baki komu margir stjórnendur við sögu…

Karlakór Mývatnssveitar [1] (1908-21)

Karlakór Mývatnssveitar undir stjórn Sigfúsar Hallgrímssonar í Vogum starfaði í Mývatnssveit fyrir margt löngu. Sá kór var lagður niður um það leyti sem annar karlakór var stofnaður í sveitinni árið 1921. Litlar upplýsingar er að finna um þennan kór, hann starfaði líklega á árunum 1908-21 og gæti hafa verið einnig kirkjukór sveitarinnar um tíma.

Karlakór Mývatnssveitar [2] (1921-72)

Karlakór Mývatnssveitar (oft einnig kallaður Karlakór Mývetninga) starfaði í ríflega hálfa öld fyrir norðan en sami stjórnandi kórsins stýrði honum í þrjátíu og sex ár. Það var Jónas Helgason hreppstjóri frá Grænavatni í Mývatnssveit sem má segja að hafi verið aðalsprauta kórsins allt frá stofnun en hann var aðalhvatamaður að því að kórinn var yfir…

Karlakór Norðfjarðar [1] (1944-47)

Heimildir eru af skornum skammti um Karlakór Norðfjarðar hinn fyrri en hann starfaði á árunum 1944-47 undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar. Ekki er ólíklegt að upphaf hans megi rekja til söngatriða á lýðveldishátíð í bænum.

Karlakór Norðfjarðar [2] (1959-68)

Karlakór Norðfjarðar hinn síðari starfaði í um áratug eftir því sem heimildir herma. Kórinn hóf æfingar haustið 1959 og æfði þann vetur en hélt sína fyrstu tónleika vorið 1960. Það var þó ekki fyrr en það sama haust að hann var formlega stofnaður, þá voru um þrír tugir söngfélaga í kórnum. Haraldur Guðmundsson var stjórnandi…

Karlakór Rangæinga [1] (1936)

Karlakór Rangæinga hinn fyrsti starfaði vorið 1936 en þá söng kórinn á skemmtun Rangæingafélagsins í Reykjavík. Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu lengi hann starfaði, hver var stjórnandi hans eða hvort hann starfaði jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Karlakór Rangæinga [2] (1947-58)

Karlakór var starfandi í Rangárvallasýslu á árunum 1947-58. Kórinn tók reyndar ekki til starfa fyrr en haustið 1948 og var Jónas Helgason kórstjóri hans frá upphafi og að minnsta kosti til 1956 þegar hann flutti af svæðinu, ekki liggur þá fyrir hver stýrði kórnum síðustu tvö árin. Þegar Karlakór Rangæinga gekk í Samband íslenskra karlakóra…

Karlakór Reykdæla (1931-75)

Reykjadalur í Suður-Þingeyjasýslu er langt frá því að vera þéttbýlasti hreppur landsins en þar starfaði þó karlakór í áratugi. Karlakór Reykdæla var stofnaður fyrir tilstuðlan Jóns Sigfússonar frá Halldórsstöðum í Reykjadal árið 1931. Sjálfur stjórnaði Jón kórnum í upphafi en síðan tók Páll H. Jónsson kennari á Laugum við því starfi og gegndi því allt…

Karlakór Ólafsfjarðar (1934-76)

Karlakór starfaði lengi vel á Ólafsfirði, og var eins og víðast annars staðar stór hluti af menningarlífi bæjarins. Það voru Albert Þorvaldsson, Theódór Árnason og fleiri sem fóru fyrir því að karlakór var stofnaður á Ólafsfirði í desember 1934 en Theódór var þá tiltölulega nýkominn til starfa sem læknir í bænum. Hann varð fyrsti stjórnandi…

Karlakór Reykhverfinga (1938-44)

Karlakór var starfandi í Reykjahverfi í Þingeyjasýslu á fyrri hluta síðustu aldar. Karlakór Reykhverfinga var fámennur kór í fámennum hreppi, lengst af þó um tuttugu manns. Kórinn mun hafa verið starfræktur í um áratug en ekki liggja fyrir upplýsingar um nákvæmlega hvenær, þó er ljóst að hann starfaði á árunum 1938-44. Það mun hafa verið…

Afmælisbörn 6. desember 2015

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og fimm ára á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni en í dag gegnir hann starfi framkvæmdastjóra…

Afmælisbörn 5. desember 2015

Þá er komið að afmælisbarni Glatkistunnar en að þessu sinni er aðeins eitt slíkt á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri er fimmtíu og þriggja ára, hann hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar. Hann var…

Afmælisbörn 4. desember 2015

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari Jakobínurínu er tuttugu og fimm ára gamall í dag. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður Ólafsson söngvari og…

Tónlist Roðs aðgengileg á Bandcamp

Margir muna eftir húsvísku hljómsveitinni Roð sem var áberandi í pönksenunni norðan heiða í lok síðustu aldar. Aðeins tvö lög komu út á sínum tíma, á safnplötunni Pönkið er dautt (2000) og söknuðu margir þess að ekki skyldi meira efni koma út með sveitinni. Úr því hefur nú verið bætt en Roð hefur nú gefið…

Roð – Efni á plötum

Roð – Draghreðjandi Útgefandi: Synthadelia records [útgáfa á netinu] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2015 1. Fimm feitar 2. Formæka 3. Veröldin 4. Djörk 5. Morð kvöldsins 6. Madretsma 7. Pollýönnur 8. Shéa 9. Fallbyssufóður 10. Pontiac 11. Meira pönk Flytjendur:  Guðmundur Svafarsson – bassi Gunnar Sigurðsson – trommur Júlía Sigurðardóttir – söngur Ragnar Hermannsson – gítar…

Afmælisbörn 3. desember 2015

Afmælisbörn dagsins eru tvö á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari er sjötíu og tveggja ára í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik og…

Afmælisbörn 2. desember 2015

Á þessum degi koma tvö afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er þrjátíu og sex ára, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæði hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt. Ragnar Sólberg (Rafnsson) eða Zolberg…

Afmælisbörn 1. desember 2015

Afmælisbörn fullveldisdagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er þrjátíu og sjö ára gamall á þessum deg, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna frægð þegar hann tók þátt í Rock star…