Tónlist Roðs aðgengileg á Bandcamp

Roð1

Roða á tónleikum

Margir muna eftir húsvísku hljómsveitinni Roð sem var áberandi í pönksenunni norðan heiða í lok síðustu aldar. Aðeins tvö lög komu út á sínum tíma, á safnplötunni Pönkið er dautt (2000) og söknuðu margir þess að ekki skyldi meira efni koma út með sveitinni.

Úr því hefur nú verið bætt en Roð hefur nú gefið út plötuna Draghreðjandi á Bandcamp-vefnum sem hefur að geyma upptökur frá árunum 1997 og 98. Er ekki að efa að margir aðdáendur sveitarinnar fyrrum muni gleðjast í sínu pönkhjarta. Plötuna er bæði hægt að kaupa og streyma.