Afmælisbörn 1. desember 2015

Magni Ásgeirsson2

Magni Ásgeirsson

Afmælisbörn fullveldisdagsins eru eftirfarandi:

Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er þrjátíu og sjö ára gamall á þessum deg, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna frægð þegar hann tók þátt í Rock star supernova keppninni.

Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari Of monsters and men er tuttugu og sex ára gamall, eins og flestir vita hefur sú hljómsveit verið önnum kafin síðustu árin við tónleikahald og plötuútgáfu um heim allan og enn er ekki séð fyrir endanum á þeim vinsældum. Kristján Páll hefur einnig verið í hljómsveitinni Skítur.

Einnig hefði Eggert Stefánsson óperusöngvari átt afmæli þennan dag en hann fæddist 1890. Eggert var tenórsöngvari, var einna fyrstur Íslendinga til að nema söng erlendis og um leið einn sá fyrsti til að syngja inn á plötur. Hann lést 1962.