Hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni 2017?

Nú er enn komið að því að Íslendingar sendi framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision song contest) en keppnin er að þessu sinni haldin í Úkraínu.

Íslendingar hafa verið með í keppninni síðan 1986 og hefur árangurinn verið upp og ofan, tvívegis hafa framlög okkar náð öðru sæti keppninnar en oftast hafa þau lent um miðjan hóp laga.

Nú á laugardagskvöldið (11. mars nk.) keppa sjö lög um að verða fulltrúi Íslands í keppninni, sex þeirra komust beint áfram eftir undankeppnirnar tvær en dómnefnd keppninnar ákvað að sjöunda lagið fengi að vera með. Hér er hægt að kjósa sitt uppáhalds lag og verður fróðlegt að sjá hvort lesendur Glatkistunnar séu sannspáir.