Albinói 98 (1998)
Hljómsveitin Albinói 98 keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Í kjölfarið kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Atli Már Þorvaldsson gítar-, hljómborðs- og ásláttarleikari og Þröstur Sveinbjörnsson hljómborðsleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.
