Vinir Dóra í Salthúsinu á föstudaginn

Vinir Dóra verða með blúsuppákomu í Salthúsinu í Grindavík næstkomandi föstudagskvöld 25. sept. klukkan 21. Aðgangseyrir er kr. 2500. Einstakt tækifæri til að njóta blús í hæsta gæðaflokki. Vinir Dóra eru Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Tökum vini með sem ekki hafa komið áður á…

Opið blúskvöld í Tjarnarbíói

Opið blúskvöld verður haldið þriðjudagskvöldið 18. nóvember nk. í Tjarnarbíói við Tjarnargötu 12. Þar geta þeir sem vilja látið söng sinn óma og túlkað blúsinn á sinn hátt, eins og segir í fréttatilkynningu frá Tjarnarbíói. Viðburðurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Blús á Café Rosenberg

Hljómsveitin Vor verður með tónleika á Café Rosenberg á Klapparstíg 29, laugardaginn 22. nóvember kl. 22:00. Á efnisskránni er blús og bland í poka. Blúsunnendur og aðrir eru hvattir til að mæta.