Dagskrá Innipúkans tilbúin

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í 21. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina, dagana 2.-4. ágúst. Heildardagskrá hátíðarinnar er nú klár og birt hér með nokkrum nýjum viðbótum við prógrammið. Páll Óskar og Skrattar koma í fyrsta sinn fram saman á sviði á opnunarkvöldi Innipúkans í ár, auk þess að koma fram í sitthvoru lagi á…

Innipúkinn 2024 um verslunarmannahelgina

Páll Óskar og Skrattar snúa bökum saman og koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina 2. – 4. ágúst en hátíðin fer nú fram í miðborg Reykjavíkur í 21. sinn. Meðal annarra listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, ex.girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.…

Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin 2023

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, voru afhent á KEX í kvöld. Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls hljóta Kraumsverðlaunin – árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, fyrir plötur sínar. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru veitt. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra…

Kraumstilnefningar 2023 opinberaðar

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, verða afhent í sextánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, og skipa þar með Kraumslistann 2023. Það sem einkennir tilnefningarnar í ár er gríðarmikil fjölbreytni – þar sem sú gróska sem…