Nýtt myndband við Vísur Vatnsenda-Rósu

Söngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui tóku nýlega upp myndband við sjávarsíðuna í Reykjavík með hinu ástkæra lagi Vísur Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ásgeirsson. Myndbandið gerði Torfi Frans Ólafsson. Guðrún Jóhanna hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum söngkeppnum svo sem the Kathleen Ferrier Song Prize í Wigmore Hall og komið fram á…

Rakarinn í Sevilla á sviði Íslensku óperunnar

Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla, er næsta verkefni Íslensku óperunnar og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum…