Afmælisbörn 19. júní 2024

Örn Árnason

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar:

Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og fimm ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum sem Afi á Stöð 2, sem jólasveinn og einnig í eigin persónu. Örn gaf ennfremur út dúettaplötuna Yfirliðsbræður ásamt Óskari Péturssyni fyrir nokkrum árum.

Vissir þú að sinfónískt tónverk var í fyrsta sinn á Íslandi flutt í Nýja bíói vorið 1925 af hljómsveit undir stjórn Sigfúsar Einarssonar?