Söngfélag Þorlákshafnar [3] (1960-)

Söngfélag Þorlákshafnar (stundum kallað Samkór Þorlákshafnar) er með eldri starfandi blönduðum kórum á landinu en það hefur starfað samfellt frá árinu 1960, aldrei hefur þó komið út plata með kórnum. Það var Ingimundur Guðjónsson (faðir Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara) sem hafði frumkvæðið að stofnun Söngfélags Þorlákshafnar haustið 1960 en Þorlákshöfn var á þeim tíma nýbyggt að…

Söngfélag Æskunnar (1910)

Söngfélag Æskunnar var starfandi innan barnastúkunnar Æskunnar (nr. 1) en sú stúka var stofnuð árið 1886. Söngfélag þetta var starfandi árið 1910 og söng þá á skemmtunum undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar en einnig gæti það hafa verið starfandi árið 1901. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta söngfélag.

Söngfélag Vestmannaeyja (1894-1904)

Söngfélag Vestmannaeyja var einn fyrsti kórinn sem starfaði í Vestmannaeyjum en þá var þar fyrir kirkjukór Landakirkju sem Sigfús Árnason stjórnandi söngfélagsins (og organisti kirkjunnar) stjórnaði reyndar einnig en sá kór hafði verið starfandi í um fimmtán ár. Söngfélagið var stofnað haustið 1894 af Sigfúsi og voru um tuttugu manns sem skipuðu kórinn í upphafi…

Söngfélag Þorlákshafnar [2] (um 1950)

Í kringum 1950 var starfandi söngfélag eða kór undir nafninu Söngfélag Þorlákshafnar um nokkra hríð en um það leyti var þorpið Þorlákshöfn að myndast. Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta söngfélag eða eðli þess en Þorlákshöfn byggðist hratt á sjötta áratugnum og er ekki ólíklegt að það hafi verið starfrækt um nokkurra ára…

Söngfélag Þorlákshafnar [1] (um 1900)

Söngfélag var starfandi í Þorlákshöfn um aldamótin 1900 en á þeim tíma hafði engin þorpsmyndun átt sér stað á svæðinu heldur voru þarna verbúðir og var söngfélagið liður sjómanna í því að stytta sér stundir milli róðra í verbúðarlífinu. Reyndar munu tómstundirnar hafa stundum hafa verið öllu meiri en menn vonuðust til þegar veðurfar leyfði…

Söngfélag Vopnafjarðar (1968-80)

Söngfélag Vopnafjarðar starfaði með hléum um ríflega áratugar skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar, heimildir eru um söngstarf á Vopnafirði árið 1968 og er líklegt að þá hafi félagið starfað undir leiðsögn Árna Ingimundarsonar sem kom reglulega frá Akureyri til að kenna söng. Árið 1972 tók Haukur Ágústsson við söngstjórninni og starfaði söngfélagið…

Söngfélag Vonarinnar (1897)

Söngfélag Vonarinnar var starfrækt innan góðtemplarastúkunnar Vonarinnar nr. 15 í Keflavík en félagið var stofnað árið 1897 af Jóni Þorvaldssyni. Ekki liggur fyrir hversu lengi söngfélagið starfaði, hversu stórt það var eða hvort það söng eingöngu á samkomum stúkunnar eða utan hennar einnig, þá vantar einnig upplýsingar um hvort Jón þessi Þorvaldsson stjórnaði sjálfur söngnum…

Söngfélag Vestur-Húnvetninga (1968-69)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um blandaðan kór sem gekk undir nafninu Söngfélag Vestur-Húnvetninga og starfaði á árunum 1968 og 69 hið minnsta, vorið 1969 virðist félagið hafa komið fram á bændaviku Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og sungið bæði sem karla- og kvennakór auk þess sem tvöfaldur kvartett karla kom þar fram. Söngstjóri var Sveinn Kjartansson en…

Söngfélag Verslunarskólans (1932-39)

Heimildir eru um að söngstarf hafi verið fyrir hendi innan Verzlunarskóla Íslands síðan laust eftir 1930 og nokkuð samfleytt næstu áratugina á eftir, framan af voru þessir kórar kallaðir Söngfélag Verslunarskólans og miðast sú nafngift við þessa umfjöllun til 1940 en eftir seinna stríð virðist vera komin sú hefð á að tala um Kór Verslunarskólans…

Söngfélag Vestdalseyrar (1897-1900)

Söngfélag var starfrækt á Vestdalseyri undir lok 19. aldarinnar en Vestdalseyri var lítið þorp við norðanverðan Seyðisfjörð og bjuggu þar um þetta leyti á annað hundrað manns. Söngfélag Vestdalseyrar hafði líklega verið starfandi um nokkurt skeið árið 1897 en þá hélt það samsöng til styrktar byggingu spítala á Seyðisfirði, stjórnandi söngfélagsins var Halldór Vilhjálmsson organisti…

Söngfélag Þorlákshafnar [3] – Efni á plötum

Kórar og lúðrasveitir í Þorlákshöfn – ýmsir Útgefandi: Söngfélag Þorlákshafnar Útgáfunúmer: THOR1 Ár: 1998 1. Söngfélag Þorlákshafnar – Þorlákshöfn 2. Skólalúðrasveit Þorlákshafnar – Crystal march 3. Skólakór Þorlákshafnar – Ave Maria 4. Lúðrasveit Þorlákshafnar – Í skrúðgöngu 5. Söngfélag Þorlákshafnar – Hvað dreymir þig? 6. Söngfélag Þorlákshafnar – Svalan mín 7. Skólalúðrasveit Þorlákshafnar – Hafið…

Afmælisbörn 7. júní 2023

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og sjö ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…