Söngfélagið Hekla [4] [félagsskapur] (1934-)

Söngfélagið Hekla er samband norðlenskra karlakóra, stofnað haustið 1934 og starfar líklega enn í dag að nafninu til en SÍK (Samband íslenskra karlakóra) hefur að mestu tekið við hlutverki þess. Söngfélagið Hekla var stofnað í minningu Magnúsar Einarssonar organista og söngstjóra á Akureyri og var einnig stofnaðu minningarsjóður í nafni hans, Magnús hafði einmitt stjórnað…

Söngfélagið Hekla [4] [félagsskapur] – Efni á plötum

Söngfélagið Hekla: Raddir að norðan (Songs of Iceland, Volume 2) – ýmsir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 11 Ár: 1965 1. Sameiginlegur söngur – Heklusöngur 2. Karlakór Akureyrar – Alþýðuómar: Stundum þungbær þögnin er / Frjóvgur blær / Dagsins runnu / Sumri hallar / Rangá / Öslað gnoðin 3. Karlakór Akureyrar – Vögguljóð 4. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps…

Söngfélagið Harpa [6] (1939-43)

Íslenskt söngfélag starfaði á stríðsárunum í Bellingham í Washington ríki í Bandaríkjunum undir stjórn Helga Sigurðar Helgasonar. Það gekk undir nafninu Söngfélagið Harpa og sótti stjórnandinn nafnið ekki langt yfir skammt því föðurbróðir hans, Jónas Helgason hafði einmitt stofnað söngfélag undir sama nafni í Reykjavík nokkrum áratugum fyrr. Söngfélagið Harpa var líklega stofnað á fyrri…

Söngfélagið Harpa [5] (1938-51)

Söngfélag eða blandaður kór var starfandi innan alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í ríflega áratug rétt um miðbik síðustu aldar, saga kórsins skiptist í rauninni í tvennt – annars vegar var um söngfélag að ræða sem söng á skemmtunum og öðrum samkomum á vegum alþýðuflokksins en hins vegar metnaðarfullan kór sem hélt tónleika og söng stærri söngverk. Söngfélagið…

Söngfélagið Harpa [4] (1908-13)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem starfaði á Patreksfirði á árunum 1908 til 1913 undir nafninu Söngfélagið Harpa, einnig gæti verið um sama kór að ræða sem gekk undir nafninu Söngfélagið Fram. Hermann Þórðarson skólastjóri á Patreksfirði mun hafa verið söngstjóri Hörpu en hann var jafnframt organisti og stjórnandi kirkjukórsins á staðnum, þeir Sigurður…

Söngfélagið Hekla [1] (1900-16)

Söngfélagið Hekla á Akureyri er með merkilegum kórum sem þar hafa starfað, bæði var hann einn af fyrstu kórum bæjarins en auk þess var Hekla fyrstur allra kóra til að fara í söngferðalag til útlanda. Söngfélagið Hekla var karlakór og var að öllum líkindum stofnaður aldamótaárið 1900 af Magnúsi Einarssyni þótt elstu heimildir um hann…

Söngfélagið Heimir (1933-39)

Söngfélagið Heimir er ekki meðal þekktustu kóra landsins en um var að ræða einn fyrsta blandaða kórinn sem starfaði á Íslandi og þótti mjög góður. Tildrög þess að kórinn var stofnaður voru þau að Sigfús Einarsson hafði sett á stofn blandaðan kór fyrir Alþingishátíðina sumarið 1930 sem söng þar við hátíðahöldin en var síðan að…

Söngfélagið Harpa [7] (1969-81)

Söngfélagið Harpa var starfandi um árabil á Hofsósi og söng víða um land meðan það starfaði. Fyrstu heimildir um söngfélagið Hörpu á Hofsósi eru frá því um vorið 1970 en hér er giskað á að það hafi verið stofnað haustið á undan, þá voru um þrjátíu manns í þessum blandaða kór en fólk úr þremur…

Söngfélagið Hekla [3] (1914-21)

Óskað er eftir upplýsingum um karlakór Vestur-Íslendinga starfandi í Leslie í Saskatchewan fylki í Kanada á árunum 1914 til 1921, þessi kór gekk undir nafninu Söngfélagið Hekla. Söngfélagið Hekla var stofnað haustið 1914 og voru meðlimir þess ellefu í byrjun. Stofnandi er sagður vera Mrs. W.H. Paulson og á árunum 1915-16 er Anna Paulson stjórnandi…

Söngfélagið Hekla [2] (1910-20)

Litlar upplýsingar er að finna um blandaðan kór, söngfélag Íslendinga í Vancouver í Kanada sem starfaði á öðrum áratug 20. aldar. Vitað er að kórinn var settur á laggirnar 1910 og hlaut nafnið Söngfélagið Hekla eftir að hafa fyrst um sinn gengið undir nafninu Söngfélag Íslendinga í Vancouver, það var þó ekki fyrr en haustið…

Söngfélagið Svava [1] (1888-90)

Lítið þekkt söngfélag, blandaður kór starfaði á árunum 1888 til 1890 undir stjórn Jónasar Helgasonar – eitt fjölmargra söngfélaga sem hann stýrði í Reykjavík. Kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svava og vitað er að hann hélt samsöng í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina en engar aðrar upplýsingar er að finna um frekari tónleikahald á vegum hans. Söngfélagið…

Söngfélagið Svanur [3] (1920-24)

Kór Íslendinga í Winnipeg í Kanada var starfandi á árunum 1920 til 1924 undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds en kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svanur. Litlar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag og er því óskað eftir frekari upplýsingum um það.

Söngfélagið Svanur [2] (1909-13)

Kór var starfandi meðal Vestur-Íslendinga í Ballard í Seattle í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið við upphaf 20. aldar, kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svanur og líklega var um að ræða karlakór. Heimildir herma að Söngfélagið Svanur hafi verið stofnað árið 1909 og starfaði það til ársins 1913 að minnsta kosti undir stjórn Helga Sigurðar…

Söngfélagið Svanur [1] (1874-98)

Söngfélagið Svanur eða Söngfélag Seltjarnarneshrepps var með fyrstu starfandi söngkórum hér á landi en margt er á huldu varðandi sögu þess og er þessi umfjöllun nokkuð lituð af því. Guðmundur Einarsson þáverandi söngkennari á Seltjarnarnesi stofnaði söngfélagið 1874 eða 75 en hann var stjórnandi þess fyrstu árin og æfði kórinn þá í barnaskólanum í Mýrarhúsum.…

Söngfélagið Röst (1971)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngfélagið Röst sem starfaði á Eyrarbakka veturinn 1971-72 undir stjórn Ingimars Pálssonar kaupfélagsstjóra. Röst (sem í einni heimild er kallað Raust) söng á einum tónleikum í Hlíðardalsskóla í Ölfusi en Ingimar stjórnandi var fyrrverandi nemandi þar.

Söngfélagið Iðunn (1908)

Söngfélagið Iðunn var skammlífur kór starfandi í Hafnarfirði árið 1908 en hann hélt þá tvenna tónleika með nokkurra vikna millibili í Góðtemplarahúsinu í bænum undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar Dómkirkjuorganista. Líklega var um að ræða karlakór en allt eins gæti hafa verið um drengjakór að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélagið Iðunni.

Söngfélagið Húnar (1942-58)

Söngfélagið Húnar (einnig stöku sinnum kallað Húnvetningakórinn) var stofnaður innan Húnvetningafélagsins í Reykjavík að öllum líkindum árið 1942 en Húnvetningafélagið hafði verið stofnað sex árum fyrr. Kórnum var stundum ruglað saman við karlakórinn Húna sem um svipað leyti starfaði í Húnavatnssýslu, Söngfélagið Húnar var hins vegar blandaður kór. Söngfélagið Húnar starfaði fyrstu árin innan Húnvetningafélagsins…

Söngfélagið Tíbrá [2] (1918-24)

Söngfélagið Tíbrá starfaði á Austurlandi, nánar til tekið á Norðfirði á árunum 1918 til 1924. Tíbrá var stofnuð haustið 1918 gagngert til að syngja á fullveldishátíð í desember byrjun, svo virðist sem söngurinn hafi heppnast nógu vel til að samstarfinu var haldið áfram en kórinn söng þar undir stjórn Sigdórs V. Brekkan. Sigdór stjórnaði söngfélaginu…

Söngfélagið Tíbrá [1] (1904-06)

Blandaður kór starfaði á Akureyri undir nafninu Söngfélagið Tíbrá um tveggja ára tímaskeið á árunum 1904 til 1906. Þegar Sigurgeir Jónsson frá Stóru Völlum í Þingeyjasýslu flutti til Akureyrar stofnaði hann Tíbrá en hann átti síðar eftir að gegna veigamiklu hlutverki í tónlistarlífi bæjarins sem organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari. Söngfélagið Tíbrá þótti góður kór, hann…

Söngfélagið Svava [2] (1908)

Kór sem gekk undir nafninu Söngfélagið Svava mun hafa verið starfandi árið 1908 og er líklega ekki um sama söngfélag og starfaði undir sama nafni um áratug áður í Reykjavík, þetta söngfélag var að líkindum starfrækt í Hafnarfirði enda hélt það tónleika í Góðtemplarahúsinu þar í bæ snemma árs undir stjórn Sigfúsar Einarssonar. Óskað er…

Söngfélagið Víkverjar (1925)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem gekk undir nafninu Söngfélagið Víkverjar og starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1925. Svo virðist sem Hallgrímur Þorsteinsson hafi stjórnað því en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta söngfélag.

Afmælisbörn 21. júní 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og sex ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…