Söngflokkur Eiríks Árna (1976-78)

Söngflokkur Eiríks Árna spratt fram á sjónarsviðið fyrir jólin 1976 þegar út kom plata með söngflokknum á vegum hljómplötuútgáfunnar Júdasar. Ekki liggur fyrir hvenær Söngflokkur Eiríks Árna var stofnaður en um var að ræða hóp 23 söngvara sem sungu undir stjórn söngkennarans og myndlistamannsins Eiríks Árna Sigtryggssonar en hann var um þær mundir einnig stjórnandi…

Söngflokkur Eiríks Árna – Efni á plötum

Söngflokkur Eiríks Árna – Söngvar um ástina Útgefandi: Hljómplötuútgáfan Útgáfunúmer: Júdas JUD 007 Ár: 1976 1. Stysta leið til Stokkseyrar 2. Konan sem kyndir ofninn minn 3. Minning 4. Meira 5. Smáblóm 6. Hvað gerist nú 7. Regndropar falla 8. Hringdu 9. Allir eru að tala um mig 10. Hver má sigla þá blæs ei…

Söngflokkur Íslendinga í Kaupmannahöfn (1913-14)

Litlar upplýsingar er að finna um karlakór sem í heimild er kallaður Söngflokkur Íslendinga í Kaupmannahöfn en þessi kór mun hafa starfað veturinn 1913-14 undir stjórn William Barbieri sem þá var söngstjóri Frúarkirkjunnar í Kaupmannahöfn. Um var að ræða karlakór sem innihélt á annan tug söngmanna og þeirra á meðal voru nokkrir þekktir tónlistarmenn, þeir…

Söngfjelagið úr Neðsta (1996-2001)

Sönghópur starfaði um fimm ára skeið um aldamótin 2000 á Ísafirði undir nafninu Söngfjelagið úr Neðsta. Söngfjelagið úr Neðsta mun hafa verið stofnað í Neðstakaupstað á Ísafirði vorið 1996 í tengslum við sumarhátíð fyrir vestan en hópurinn hlaut reyndar ekki nafn fyrr en um ári síðar, um páskana 1997 þegar hann kom fram á dagskrá…

Söngfélagið Vonin (1907)

Söngfélagið Vonin var stofnað og starfrækt árið 1907 meðal Íslendinga í Brandon í Manitoba en virðist hafa verið skammlíft. Hr. og frú Sigurðsson (sem ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um) stofnuðu söngfélagið, annars vegar til að styrkja söng í kirkju safnaðarins á staðnum og hins vegar til að syngja íslensk lög svo unglingarnir (önnur kynslóð…

Söngfélög Framfarar (1912-85)

Hér er fjallað um nokkur söngfélag og kóra sem störfuðu í nafni stúkufélagsins Framfarar í Garði undir nafninu Söngfélög Framfarar en erfitt er að henda reiður nákvæmlega hvað fellur undir hvað í þessum efnum, stundum er jafnvel talað um Söngfélag Gerðahrepps. Stúkan Framför var stofnuð árið 1889 í Garði en fjölmörg slík stúkufélög voru stofnuð…

Söngflokkur K.F.U.M. og K.F.U.K. (1900-02)

Fjölmargir kórar og söngfélög hafa starfað innan K.F.U.M. og K í gegnum tíðina síðan sr. Friðrik Friðriksson stofnaði fyrst til þessa kristilega félagsskaps, frægastur er karlakór K.F.U.M sem síðar varð að karlakórnum Fóstbræðrum. Sr. Friðrik hafði líka frumkvæði að stofnun fleiri slíkra kóra og einn sem kallaður hefur verið Söngflokkur K.F.U.M. og K.F.U.K. starfaði á…

Söngflokkur íslenskra kvenna í Minneapolis (1939-43)

Kvennakór var starfræktur undir nafninu Söngflokkur íslenskra kvenna í Minneapolis innan kvenfélagsins Heklu í Minneapolis í Minnesota en söngfélagar munu þó einnig hafa komið úr byggðum Vestur-Íslendinga í nágrannafylkjunum. Söngflokkur íslenskra kvenna í Minneapolis mun að öllum líkindum hafa verið stofnaður árið 1939 en kom fyrst fram á opinberum tónleikum vorið 1940 undir stjórn Hjartar…

Söngfélög Reykdæla (um 1880-1923)

Svo virðist sem nokkur söngfélög hafi verið starfandi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu á síðustu áratugum 19. aldarinnar og fyrstu áratugum þeirrar 20, svo öflugt var sönglífið á köflum að um tíma voru tvö félög starfandi á sama tíma í dalnum en þess á milli var rólegra og líklega er um að ræða nokkur slík félög.…

Söngflokkur Akureyrarbúa (1880-88)

Ekki er mikið vitað um söngfélag eða kór sem líklega var kallað Söngflokkur Akureyrarbúa en sá söngflokkur starfaði á árunum 1880 til 88 undir stjórn Magnúsar Einarssonar organista, líkast til þó ekki samfleytt því Magnús bjó á Húsavík á árunum 1881-86. Einhver annar gæti þó hafa tekið við hans starfi á meðan. Haustið 1888 varð…

Söngfélög Stokkseyrar (1876-1912)

Söngfélög eða kórar voru starfandi á Stokkseyri um árabil undir lok 19. aldar og fram á þá tuttugustu en mikil tónlistarætt er tengd staðnum og má nefna að fjórir bræður gegndu starfi organista og söngstjóra við kirkjuna á Stokkseyri. Söngfélag þessi voru að miklu leyti tengd söngstarfi kirkjunnar og voru eins konar undanfarar kirkjukórs Stokkseyrarkirkju.…

Afmælisbörn 28. júní 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmtíu og fjögurra ára gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…