Afmælisbörn 15. júní 2023

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms…

Söngfélagar Einn og átta (1987-92)

Söngfélagar Einn og átta var tvöfaldur kvartett karla úr Mosfellsbænum sem kom töluvert fram opinberlega í kringum 1990 og gaf út eina plötu með íslenskum og erlendum lögum. Þessi tvöfaldi kvartett mun hafa verið stofnaður sumarið 1987 gagngert til að fara til Sovétríkjanna í söngferðalag, þar sungu þeir félagar á nokkrum tónleikum sem og á…

Söngfélagar Einn og átta – Efni á plötum

Söngfélagar Einn og átta – Söngfélagar Einn og átta Útgefandi: Söngfélagar Einn og átta Útgáfunúmer: SF 001D Ár: 1991 1. Rosa Marie 2. Hestavísur 3. Nú er ég glaður 4. Söngur sjóræningjanna 5. Fornt ástarljóð enskt 6. Matona mia cara 7. Mein Mädel hat einen Rosenmund 8. Hanna 9. Minning 10. Vandi mikill var á…

Söngfélagið Harpa [1] (1862-93)

Söngfélagið Harpa (hið fyrsta) á sér nokkuð flókna sögu en strangt til tekið er um að ræða þrjá kóra sem störfuðu nokkuð samfleytt í rúmlega þrjá áratugi, fyrsti kórinn var nafnlaus og starfaði á árunum 1862-72, næst tók við Söngfélag í Reykjavík sem starfaði 1872-75 og síðan hið eiginlega Söngfélagið Harpa sem starfaði á árunum…

Samkór Reykdæla (1971)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Samkór Reykdæla en blandaður kór undir því nafni söng á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina sumarið 1971. Svo virðist sem þessi kór hafi verið settur saman einvörðungu til að syngja á samkomunni og hugsanlega einnig við messu sem haldin var á sömu hátíð. Hér er óskað eftir upplýsingum um…

Samkór Fáskrúðsfjarðar (1968-97)

Að minnsta kosti í þrígang hafa verið starfandi söngfélög á Fáskrúðsfirði undir nafninu Samkór Fáskrúðsfjarðar en umfjöllunum um þá er hér steypt saman. Fyrsti Samkór Fáskrúðsfjarðar var að öllum líkindum stofnaður haustið 1968 og starfaði hann um þriggja til fjögurra ára skeið og að líkindum allan tímann undir stjórn Steingríms Sigfússonar organista og skólastjóra tónlistarskólans…

Samkór Öngulsstaðahrepps (1970-73)

Blandaður kór var starfræktur í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði á árunum 1970 til 1973 undir nafninu Samkór Öngulsstaðahrepps. Kórinn var stofnaður sumarið 1970 og söng hann þá fyrst opinberlega á bændahátíð í félagsheimilinu Freyvangi undir stjórn söngstjórans Guðmundar Þorsteinssonar en hann stjórnaði kórnum á þeim þremur árum sem hann virðist hafa starfað. Reyndar fór almennt ekki…

Söngfélagið 4. nóvember 1899 (um 1900)

Stefán Guðjohnsen kaupmaður á Húsavík hafði forgöngu um stofnun söngfélags í bænum um aldamótin 1900 en það hlaut nafnið Söngfélagið 4. nóvember 1899 og er þar vitanlega vísað til stofndags þess, Stefán mun hafa annast söngstjórnina sjálfur en hann var af tónlistarættum – afi hans var Pétur Guðjohnsen sem var framámaður í söngmálum Íslendinga. Söngfélagið…

Söngfélagið Freyja [2] (1922-25)

Söngfélag sem starfaði undir nafninu Freyja var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á framanverðum þriðja áratug síðustu aldar. Um var að ræða kór um þrjátíu kvenna í framsóknarflokknum sem söng undir stjórn Bjarna Péturssonar á fjölda skemmtana innan flokksins og utan árið 1922 og framan af árinu 1923 áður en hann hvarf af sjónarsviðinu. Kórinn sem ýmist…

Söngfélagið Freyja [1] (1892-93)

Veturinn 1892 til 93 starfaði söngfélag á Seyðisfirði undir nafninu Freyja, hugsanlega starfaði þetta félag eitthvað lengur. Árni Jóhannsson mun hafa verið söngstjóri Freyju en frekari upplýsingar er ekki að finna um þennan félagsskap, hvorki um stærð hans eða hvers konar kór um var að ræða.

Söngfélagið frá 14. janúar 1892 (1892-97)

Karlakór sem bar nafnið Söngfélagið frá 14. janúar 1892 starfaði um nokkurra ára skeið í Reykjavík undir lok 19. aldarinnar og naut hvarvetna vinsælda þar sem hann söng opinberlega enda voru tónleikar ekki á hverju strái á þeim tíma. Söngfélagið Harpan hafði verið starfandi í nokkra áratugi en nokkuð var farið að fjara undan því…

Söngfélagið Baldur (1918)

Karlakór sem bar nafnið Söngfélagið Baldur starfaði að öllum líkindum í Eyjafirði en hann söng á skemmtisamkomu á Grund í Eyjafirði á vegum ungmennafélagsins Framtíðarinnar vorið 1918. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og því biðlað til lesenda Glatkistunnar um þær s.s. starfstíma, söngstjóra og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Söngfélagið Alfa (1901)

Í febrúar 1901 hélt söngfélag sem virðist hafa borið nafnið Söngfélagið Alfa, samkomu til heiðurs Jónasi Helgasyni söngforkólfi í samkomuhúsinu Bárunni en um var að ræða kveðjusamsæti eða skilnaðarsamkomu svo hér er giskað á að hann hafi verið fráfarandi söngstjóri söngfélagsins. Að öðru leyti er ekki að finna neinar aðrar heimildir um þetta söngfélag og…

Söngfélagið Bragi [2] (1920-24)

Karlakór var stofnaður innan verkamannafélagsins Dagsbrúnar vorið 1920 og starfaði í nokkur ár undir nafninu Söngfélagið Bragi. Félagið var afar virkt, um þrjátíu manns skráðu sig strax í það og fljótlega var sú tala komin upp í fjörutíu – ekki liggur fyrir hvort fjölgaði enn frekar í því. Pétur Lárusson var ráðinn söngkennari og söngstjóri…

Söngfélagið Bragi [1] (1900-01)

Söngfélagið Bragi var fjölmennt söngfélag sem starfaði í Reykjavík um aldamótin 1900 en að sama skapi skammlíft, virðist aðeins hafa starfað í eitt eða tvö ár. Steingrímur Johnsen söngkennari og söngfræðingur (d. 1901) annaðist söngstjórnina en upplýsingar um þetta félag eru af skornum skammti.

Söngfélagið Bára (1883-1903)

Blómlegt tónlistarlíf var á Eyrarbakka undir lok 19. aldar enda kemur mikil tónlistarætt frá svæðinu, þar var m.a. söngfélag, blandaður kór sem starfaði um tveggja áratuga skeið og hélt úti öflugu söngstarfi. Söngfélagið sem ýmist er í heimildum kallað Söngfélag Eyrarbakka (Söngfélag Eyrbekkinga) eða Söngfélagið Bára (Báran) var stofnað árið 1883 á Eyrarbakka, litlar upplýsingar…

Söngfélagið Ernir [?]

Söngfélag, að öllum líkindum karlakór starfaði í Vestur-Landeyjahreppi undir nafninu Söngfélagið Ernir á síðari hluta tuttugusta aldarinnar en ekki liggur fyrir hvenær nákvæmlega. Þeir sem gætu haft upplýsingar um Erni mega gjarnan miðla þeim til Glatkistunnar, s.s. um hvers konar kór var að ræða, hvenær og hversu lengi hann starfaði, hver eða hverjir önnuðust söngstjórn…

Söngfélagið Eining (1892)

Óskað er eftir upplýsingum um Söngfélagið Einingu sem stofnað var í Bárðardal árið 1892. Ekkert liggur fyrir um þetta söngfélag annað en það sem kemur fram hér að ofan.

Söngfélagið Harpa [2] (1898-99)

Söngfélag starfandi undir nafninu Harpa meðal Vestur-Íslendinga á Gimli í Manitoba í Kanada undir lok nítjándu aldar, að minnsta kosti á árunum 1989 og 99. Þorbjörg Paulsen stjórnaði þessum kór en um stúlknakór virðist hafa verið um að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélagið Heklu á Gimli.

Söngfélagið Glóð (1975-88)

Söngfélagið Glóð starfaði um nokkurra ára skeið frá því um miðbik áttunda áratugar fram undir lok níunda áratugar síðustu aldar í Austur-Húnavatnssýslu. Það var Sigrún Grímsdóttir frá Saurbæ í Vatnsdal sem hafði forgöngu um stofnun söngfélagsins haustið 1975 en hún var þá organisti við Undirfells- og Þingeyrakirkjur og stjórnaði kirkjukórunum þar, en uppistaðan í Glóð…

Söngfélagið Gleym mér ei (1902-03)

Söngfélagið Gleym mér ei var barna- eða unglingakór starfræktur í upphafi 20. aldarinnar, líklega 1902 til 03 undir stjórn barnaskólakennarans Baldvins Bergvinssonar Bárðdal. Ekki liggur fyrir hvar söngfélag þetta var starfandi en eftir því sem best verður komist var Baldvin kennari í Bolungarvík um þetta leyti.

Söngfélagið Harpa [3] (1905-06)

Litlar upplýsingar er að finna um söngfélag sem Brynjólfur Þorláksson stjórnaði veturinn 1905-06. Fyrir liggur að kór þessi söng á skemmtun Þjóðræknisfélagsins í Báruhúsinu við Tjörnina en annað er ekki að finna um Söngfélagið Hörpu.

Afmælisbörn 14. júní 2023

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og sex ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2023

Hvorki fleiri né færri en sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari afmæli í dag en hann er sjötíu og eins árs. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán…

Afmælisbörn 12. júní 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2023

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og níu ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2023

Sex afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og sex ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2023

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður (1952-2021) hefði átt afmæli á þessum degi. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim hlustendum sem hlusta á…

Afmælisbörn 8. júní 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og sjö ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Söngfélag Þorlákshafnar [3] (1960-)

Söngfélag Þorlákshafnar (stundum kallað Samkór Þorlákshafnar) er með eldri starfandi blönduðum kórum á landinu en það hefur starfað samfellt frá árinu 1960, aldrei hefur þó komið út plata með kórnum. Það var Ingimundur Guðjónsson (faðir Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara) sem hafði frumkvæðið að stofnun Söngfélags Þorlákshafnar haustið 1960 en Þorlákshöfn var á þeim tíma nýbyggt að…

Söngfélag Æskunnar (1910)

Söngfélag Æskunnar var starfandi innan barnastúkunnar Æskunnar (nr. 1) en sú stúka var stofnuð árið 1886. Söngfélag þetta var starfandi árið 1910 og söng þá á skemmtunum undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar en einnig gæti það hafa verið starfandi árið 1901. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta söngfélag.

Söngfélag Vestmannaeyja (1894-1904)

Söngfélag Vestmannaeyja var einn fyrsti kórinn sem starfaði í Vestmannaeyjum en þá var þar fyrir kirkjukór Landakirkju sem Sigfús Árnason stjórnandi söngfélagsins (og organisti kirkjunnar) stjórnaði reyndar einnig en sá kór hafði verið starfandi í um fimmtán ár. Söngfélagið var stofnað haustið 1894 af Sigfúsi og voru um tuttugu manns sem skipuðu kórinn í upphafi…

Söngfélag Þorlákshafnar [2] (um 1950)

Í kringum 1950 var starfandi söngfélag eða kór undir nafninu Söngfélag Þorlákshafnar um nokkra hríð en um það leyti var þorpið Þorlákshöfn að myndast. Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta söngfélag eða eðli þess en Þorlákshöfn byggðist hratt á sjötta áratugnum og er ekki ólíklegt að það hafi verið starfrækt um nokkurra ára…

Söngfélag Þorlákshafnar [1] (um 1900)

Söngfélag var starfandi í Þorlákshöfn um aldamótin 1900 en á þeim tíma hafði engin þorpsmyndun átt sér stað á svæðinu heldur voru þarna verbúðir og var söngfélagið liður sjómanna í því að stytta sér stundir milli róðra í verbúðarlífinu. Reyndar munu tómstundirnar hafa stundum hafa verið öllu meiri en menn vonuðust til þegar veðurfar leyfði…

Söngfélag Vopnafjarðar (1968-80)

Söngfélag Vopnafjarðar starfaði með hléum um ríflega áratugar skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar, heimildir eru um söngstarf á Vopnafirði árið 1968 og er líklegt að þá hafi félagið starfað undir leiðsögn Árna Ingimundarsonar sem kom reglulega frá Akureyri til að kenna söng. Árið 1972 tók Haukur Ágústsson við söngstjórninni og starfaði söngfélagið…

Söngfélag Vonarinnar (1897)

Söngfélag Vonarinnar var starfrækt innan góðtemplarastúkunnar Vonarinnar nr. 15 í Keflavík en félagið var stofnað árið 1897 af Jóni Þorvaldssyni. Ekki liggur fyrir hversu lengi söngfélagið starfaði, hversu stórt það var eða hvort það söng eingöngu á samkomum stúkunnar eða utan hennar einnig, þá vantar einnig upplýsingar um hvort Jón þessi Þorvaldsson stjórnaði sjálfur söngnum…

Söngfélag Vestur-Húnvetninga (1968-69)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um blandaðan kór sem gekk undir nafninu Söngfélag Vestur-Húnvetninga og starfaði á árunum 1968 og 69 hið minnsta, vorið 1969 virðist félagið hafa komið fram á bændaviku Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og sungið bæði sem karla- og kvennakór auk þess sem tvöfaldur kvartett karla kom þar fram. Söngstjóri var Sveinn Kjartansson en…

Söngfélag Verslunarskólans (1932-39)

Heimildir eru um að söngstarf hafi verið fyrir hendi innan Verzlunarskóla Íslands síðan laust eftir 1930 og nokkuð samfleytt næstu áratugina á eftir, framan af voru þessir kórar kallaðir Söngfélag Verslunarskólans og miðast sú nafngift við þessa umfjöllun til 1940 en eftir seinna stríð virðist vera komin sú hefð á að tala um Kór Verslunarskólans…

Söngfélag Vestdalseyrar (1897-1900)

Söngfélag var starfrækt á Vestdalseyri undir lok 19. aldarinnar en Vestdalseyri var lítið þorp við norðanverðan Seyðisfjörð og bjuggu þar um þetta leyti á annað hundrað manns. Söngfélag Vestdalseyrar hafði líklega verið starfandi um nokkurt skeið árið 1897 en þá hélt það samsöng til styrktar byggingu spítala á Seyðisfirði, stjórnandi söngfélagsins var Halldór Vilhjálmsson organisti…

Söngfélag Þorlákshafnar [3] – Efni á plötum

Kórar og lúðrasveitir í Þorlákshöfn – ýmsir Útgefandi: Söngfélag Þorlákshafnar Útgáfunúmer: THOR1 Ár: 1998 1. Söngfélag Þorlákshafnar – Þorlákshöfn 2. Skólalúðrasveit Þorlákshafnar – Crystal march 3. Skólakór Þorlákshafnar – Ave Maria 4. Lúðrasveit Þorlákshafnar – Í skrúðgöngu 5. Söngfélag Þorlákshafnar – Hvað dreymir þig? 6. Söngfélag Þorlákshafnar – Svalan mín 7. Skólalúðrasveit Þorlákshafnar – Hafið…

Afmælisbörn 7. júní 2023

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og sjö ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2023

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og sjö ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2023

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtugur í dag og fagnar því stórafmæli. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Afmælisbörn 4. júní 2023

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru sex talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og sex ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…

Afmælisbörn 3. júní 2023

Eitt afmælisbarn úr íslenskri tónlistarsögu er á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Afmælisbörn 2. júní 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrsta afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og þriggja ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…

Afmælisbörn 1. júní 2023

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…