Afmælisbörn 31. júlí 2023

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og átta ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Afmælisbörn 30. júlí 2023

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Afmælisbörn 29. júlí 2023

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður er sextugur og fagnar því stórafmæli. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig á hljómborð,…

Afmælisbörn 28. júlí 2023

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tíu tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Afmælisbörn 27. júlí 2023

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og níu ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Söngvinir [2] (1989-)

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi hefur verið starfræktur um árabil, lengst undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur, Sigurðar Bragasonar og Kjartans Sigurjónssonar en hin síðari ár hafa mun fleiri komið að kórstjórninni. Söngvinir voru að öllum líkindum stofnaðir árið 1989 og var Kristín Sæunn Pjetursdóttir stjórnandi kórsins fyrstu árin eða allt til ársins 1994 þegar Sigurður…

Söngvinir [1] (1944-45)

Veturinn 1944-45 starfaði tvöfaldur kvartett í Vestmannaeyjum undir nafninu Söngvinir og setti nokkurn svip á sönglífið í Eyjum. Tildrög þess að Söngvinir voru stofnaðir vorið 1944 voru þau að starfsemi Karlakórs Vestmannaeyja sem hafði verið stofnaður 1941 lá niðri þar sem stjórnandi hans, Helgi Þorláksson hafði flutt úr Eyjum, átta félagar úr kórnum brugðu því…

Sönglög á Suðurlandi [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Sönglög á Suðurlandi ‘90: Dægurlagakeppni – ýmsir Útgefandi: Músíkþjónustan Útgáfunúmer: MÞJ 001 Ár: 1990 / 2024 1. Ólafur Þórarinsson – Kveðja 2. Elvar Gunnarsson – Skyndibiti 3. Kristjana Stefánsdóttir – Svona er lífið 4. Ólafur Bachmann – Eitt er víst 5. Davíð Kristjánsson – Hví er ég að þessu? 6. Ólafur Bachmann – Löng leið…

Sönglög á Suðurlandi [tónlistarviðburður] (1990)

Árið 1990 var haldin sönglagakeppni sem hlaut nafnið Sönglög á Suðurlandi en hugmyndasmiðurinn að henni var Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) sem þá var skemmtanastjóri á Hótel Selfossi en hljómsveit hans, Karma sá um allan undirleik í keppninni. Nokkur undankvöld voru haldin og fóru úrslitin fram í apríl þar sem ellefu lög kepptu til úrslita,…

Sönghópurinn Sólarmegin – Efni á plötum

Sönghópurinn Sólarmegin – Sólarmegin Útgefandi: Sönghópurinn Sólarmegin Útgáfunúmer: CD SOL 1 Ár: 1996 1. Il bianco 2. Con amores 3. Hætt’ að gráta hringaná 4. Tíminn líður 5. Ástarkveðja 6. Við förum burt 7. Sumarnætur 8. Sumar er í sveitum 9. Nú sefur jörðin 10. Sumarmál 11. Haldiðún Gróa hafi 12. Litla Stína 13. Kvöldið…

Sönghópurinn Sólarmegin (1990-2001)

Saga Sönghópsins Sólarmegin á Akranesi spannaði yfir áratug og á þeim tíma sem hann starfaði hélt hann fjölda tónleika og gaf út eina plötu. Sönghópurinn Sólarmegin var stofnaður í upphafi árs 1990 af Ragnheiði Ólafsdóttur sem jafnframt varð fyrsti stjórnandi hópsins. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu kórinn í upphafi eða hversu margir voru þá í…

Söngsystur [2] (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratuginn kom fram söngflokkur stúlkna í Keflavík undir nafninu Söngsystur en þær munu einungis hafa birst opinberlega í eitt skipti. Söngsystur skipuðu þeir Anna Dóróthea Garðarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, Margrét Pálsdóttir og Dóra Íris Gunnarsdóttir.

Sultur [2] (1998)

Akureyska pönkrokksveitin Sultur var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Ása Margrét Birgisdóttir söngkona, Agnar Hólm Daníelsson bassaleikari og söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristjáns B. Heiðarsson trommuleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna.

Söngsystur [12] (2013)

Tríó vestfirska kvenna skemmti á árlegri kvöldvöku að Holti í Önundarfirði sumarið 2013 undir nafninu Söngsystur, þetta voru þær Dagný Arnalds, Rúna Esradóttir og Arnheiður Steinþórsdóttir en ekki liggja fyrir upplýsingar um að þær hafi komið fram opinberlega á öðrum vettvangi svo líkast til hefur þetta verið verkefni tengt þessum eina viðburði.

Söngsystur [11] (2008-09)

Upplýsingar óskast um Söngsystur sem störfuðu í Kópavogi á árunum 2008 og 09, e.t.v. lengur. Svo virðist sem þessar Söngsystur hafi verið starfræktar innan Kvennakórs Kópavogs en annað liggur ekki fyrir um þær.

Splæsing nönns – Efni á plötum

Splæsing nönns – Why? [demo] Útgefandi: Splæsing nönns Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Scream! 2. Why 3. Quiet! Flytjendur: Viðar Sigmundsson – gítar Helgi Jónsson – trommur Bragi Bragason – söngur Kristján B. Heiðarsson – bassi

Afmælisbörn 26. júlí 2023

Fjögur afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður María Beinteinsdóttir söngkona er sextíu og eins árs í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2023

Í dag eru afmælisbörnin fjögur í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Afmælisbörn 24. júlí 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni þrjú talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er sextíu og tveggj ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2023

Þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Myrkvi sendir frá sér Early warning

Hljómsveitin Myrkvi sendir nú frá sér lagið Early warning en það er síðasta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, áður höfðu lögin Self-pity og Miserable people komið út í smáskífuformi. Hér má heyra lagið. Þeir félagar lýsa laginu sjálfir á þann hátt að Myrkvi slái upp garðteiti og þér sé boðið. Slík er stemningin í nýjasta…

Afmælisbörn 22. júlí 2023

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

INNIPÚKINN Í REYKJAVÍK UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Bríet, Gugusar, Þórunn Antonía og Kristín Sesselja eru meðal þeirra sem nú bætast við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Innipúkans 2023 sem fram fer í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Í fyrsta sinn munu plötusnúðar troða upp á stóra sviði hátíðinnar þegar DJ Frímann og DJ Yamaho koma fram á lokakvöldi Innipúkans undir merkjum PartyZone 95 þar sem house og teknó danstónlistarslagarar níunnar…

Afmælisbörn 21. júlí 2023

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fimm talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sjötíu og eins árs í dag. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur…

Afmælisbörn 20. júlí 2023

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötíu og þriggja ára á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…

Strax (1986-90)

Saga hljómsveitarinnar Strax er óneitanlega samofin sögu Stuðmanna enda var þetta ein og sama sveitin framan af – útflutningsútgáfa Stuðmanna, segja má að Strax hafi síðar klofnað frá hinum stuðmennska uppruna sínum og orðið að lokum að sjálfstæðri einingu sem fjarskyldur ættingi. Upphaf Strax má rekja til Kínaferðar Stuðmanna en forsagan er sú að árið…

Strax – Efni á plötum

Strax – Moscow Moscow [ep] Útgefandi: Bluebird records Útgáfunúmer: Bluebird 01112 Ár: 1986 1. Moscow Moscow 2. Moscow Moscow (instrumental) Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]       Strax – Moscow Moscow [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: STRAX 1 Ár; 1986 1. Moscow Moscow 2. Sur la plage de souvenir Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]  …

Söngsystur [5] (1994-99)

Sönghópurinn Söngsystur vakti töluverða athygli undir lok síðustu aldar og kom víða fram opinberlega, m.a. í tónlistarsýningum á Hótel Íslandi – hópurinn hafði að geyma söngkonur sem síðar urðu þekktar sem slíkar. Söngsystur munu hafa orðið til snemma árs 1994 eftir að nokkrar stúlkur á menntaskólaaldri kynntust á söngleikjanámskeiði og ákváðu að stofna til samstarfs…

Söngsystur [1] (1961-62)

Í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni veturinn 1961 til 62 varð til sextett nemenda við skólann sem kallaði sig Söngsystur, og kom fram á skemmtunum tengdum skólanum – og e.t.v. víðar. Upplýsingar um Söngsystur eru fremur takmarkaðar, Hjördís Geirsdóttir (síðar þekkt söngkona) var ein þeirra og lék hún einnig á gítar með þeim stöllum en nöfn hinna…

Söngsveitin Bóbó (1978)

Söngsveitin Bóbó (einnig kallað Söngtríóið Bóbó) starfaði árið 1978 og kom þá í nokkur skipti fram á baráttu- og skemmtifundum herstöðvaandstæðinga og víðar á vinstri kantinum, um vorið og sumarið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum. Engar upplýsingar er að finna hverjir eða hver skipuðu þennan sönghóp og er því hér með óskað eftir slíkum upplýsingum.

Söngsystur [10] (2003-05)

Svo virðist sem dúett tveggja kvenna hafi verið starfræktur 2003 og 05 (e.t.v. miklu lengur) undir nafninu Söngsystur og að aðalverkefni þeirra hafi verið að skemmta yngstu kynslóðinni á höfuðborgarsvæðinu. Engar frekari upplýsingar finnast um þessar tvær Söngsystur, hverjar þær voru og hversu lengi þær störfuðu undir því nafni en upplýsingar þess efnis má gjarnan…

Söngsystur [9] (1999 / 2006)

Óskað er eftir upplýsingum um sönghópinn/hópana Söngsystur sem störfuðu í Hafnarfirði um og eftir aldamótin 2000. Annars vegar er um að ræða anga úr Gaflarakórnum í Hafnarfirði, lítinn sönghóp sem kallaði sig Söngsystur árið 1999 – hins vegar Söngsystur úr eldri Kór Hafnarfjarðarkirkju árið 2006 en þann hóp skipuðu þær Jóhanna Linnet, Ingveldur G. Ólafsdóttir,…

Söngsystur [8] (1999-2006)

Á Akranesi var starfræktur sönghópur kvenna undir nafninu Söngsystur, og reyndar gæti verið um tvo aðskilda sönghópa að ræða. Í ársbyrjun 1999 söng hópur fimm kvenna undir þessu nafni á þorrablóti á Skaganum en upplýsingar um þær eru af skornum skammti, þrjár þeirra léku einnig á gítara. Söngsystur störfuðu einnig á Akranesi árið 2003 og…

Söngsystur [7] (1996)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvartett, að líkindum starfandi í Rangárþingi undir nafninu Söngsystur árið 1996. Söngsystur sungu á Héraðsvöku Rangæinga vorið 1997 en meira liggur ekki fyrir um þennan kvartett.

Söngsystur [6] (1996-97)

Söngsystur var að öllum líkindum lítill sönghópur sem söng trúarlega söngva, að minnsta kosti komu þær Söngsystur við sögu í nokkrum messum í Seljakirkju árin 1996 og 97. Að öllum líkindum er hér ekki um að ræða sönghóp sem starfaði um sömu mundir undir sama nafni. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessar Söngsystur, s.s.…

Söngsystur [5] – Efni á plötum

Bítlaárin ‘60 – ’70: ’68 kynslóðin skemmtir sér – ýmsir Útgefandi: Aðalstöðin, Ólafur Laufdal Útgáfunúmer: Aðalstöðin Ólafur Laufdal 001 Ár: 1996 1. Ari Jónsson, Pálmi Gunnarsson, Bjarni Arason og Björgvin Halldórsson – Áratugur æskunnar; Long and winding road / All my loving / Black is black / Reach out I’ll be there / You’ve lost that loving feeling…

Söngsystur [4] (1991)

Óskað er eftir upplýsingum um sönghóp sem kallaðist Söngsystur og var að öllum líkindum ættaður úr Hólahverfinu í Breiðholti. Söngsystur voru meðal skemmtiatriða í hátíðardagskrá Reykjavíkurborgar á 17. júní sumarið 1991 en annað liggur ekki fyrir um þennan hóp.

Afmælisbörn 19. júlí 2023

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og níu ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Afmælisbörn 18. júlí 2023

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann sjötíu og eins árs gamall á þessum degi. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 17. júlí 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Afmælisbörn 16. júlí 2023

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sjötugur og fagnar því stórafmæli í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple,…

Afmælisbörn 15. júlí 2023

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a.…

Afmælisbörn 14. júlí 2023

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er sextíu og fimm ára gamall í dag. Kolbeinn nam hér heima en einnig í Bandaríkjunum, Kanada og Sviss en hefur starfað á Íslandi megnið af sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Caput hópsins og hefur sent frá sér plötur…

Afmælisbörn 13. júlí 2023

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, á stórafmæli en hún er sextug. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði…

Söngfuglarnir [1] (1974-75)

Þau Kristín Lilliendahl og Árni Blandon slógu í gegn sem Söngfuglarnir um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, þau sendu frá sér eina plötu undir því nafni og á henni er m.a. að finna eilífðarsmellinn Ég ætla að mála allan heiminn elsku mamma. Kristín og Árni sungu fyrst barnalög opinberlega um haustið 1974 þegar þau komu…

Söngfuglarnir [1] – Efni á plötum

Söngfuglarnir – Kristín Lilliendal og Árni Blandon sem voru Söngfuglarnir syngja 20 barnalög Útgefandi: SG-hljómplötur / Íslenskir tónar  Útgáfunúmer: SG – 089 / IT 351 Ár: 1975 / 2011 1. Skakkur og skrýtinn maður 2. Ég ætla að mála allan heiminn, elsku mamma 3. Boli boli bankar á dyr 4. Aumingja smalinn 5. Kisa mín, kisa…

Söngsveit Hlíðarbæjar (1975-90)

Blandaður kór undir nafninu Söngsveit Hlíðarbæjar starfaði í Glæsibæjarhreppi (nú Hörgárbyggð) við vestanverðan Eyjafjörð um fimmtán ára skeið á seinni hluta síðustu aldar. Söngsveit Hlíðarbæjar var stofnuð haustið 1975 af áhugafólki um söng og félagslíf í Glæsibæjarhreppi en um var að ræða blandaðan kór sem kenndi sig við félagsheimilið Hlíðarbæ sem er staðsett fáeina kílómetra…

Sönglagakeppni Heklu – sambands norðlenskra karlakóra [tónlistarviðburður] (1956)

Haustið 1956 efndi Hekla, samband norðlenskra karlakóra til sönglagakeppni en árið á undan hafði Landsamband blandaðra kóra staðið fyrir sams konar keppni og var hugmyndin sjálfsagt að einhverju leyti þaðan komin. Um vorið 1956 hafði verið haldin söngtextakeppni um „Heklu“ og þar hafði texti eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu borið sigur úr býtum en keppendum…