Söngfélagið Sunnan heiða (1999-2004)

Kór eða söngfélag mestmegnis skipað söngfólki af svarfdælskum uppruna starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin undir nafninu Söngfélagið Sunnan heiða – reyndar gekk hópurinn fyrst um sinn ýmist undir nafninu Kór Svarfdæla/Svarfdælinga sunnan heiða, jafnvel Svarfdælingakórinn í Reykjavík en Sunnan heiða nafnið varð ofan á að lokum og undir því nafni…

Söngfélagið Sunnan heiða – Efni á plötum

Söngfélagið Sunnan heiða, Gunnsteinn Ólafsson, Ólafur Kjartan Sigurðsson baritón, Pétur Björnsson kvæðamaður – Stemmur Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 1. kynning 2. Stemmur Flytjendur: Söngfélagið Sunnan heiða – söngur undir stjórn Kára Gestssonar Ólafur Kjartan Sigurðsson – einsöngur Pétur Björnsson – rímur

Svarfdælingakórinn í Reykjavík (1983-87)

Fremur fáar heimildir er að finna um kór brottfluttra Svarfdælinga í Reykjavík sem starfaði innan Samtaka Svarfdælinga á höfuðborgarsvæðinu á níunda áratug liðinnar aldar, kórinn virðist hafa gengið undir nokkrum nöfnum en Svarfdælingakórinn í Reykjavík mun mestmegnis hafa verið notað. Svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum 1983 til 87 og ekki alveg samfleytt…

Söngdagar í Skálholti [tónlistarviðburður] (1979-92)

Um fimmtán ára skeið var haldinn árlegur tónlistarviðburður í Skálholti þar sem fólk úr ýmsum áttum hittist og æfði söng sem var svo fluttur á tónleikum í Skálholtskirkju, undir yfirskriftinni Söngdagar í Skálholti en hugmyndin og frumkvæðið kom frá Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara sem var alla tíð stjórnandi verkefnisins, fleira tónlistarfólk kom þó einnig að verkefninu.…

Söngdívur (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvintett sem starfaði á Raufarhöfn árið 1995 undir nafninu Söngdívur en kvintettinn gæti þá hafa verið starfandi um nokkurn tíma.

Söngflokkur Reykdæla (1916)

Haustið 1916 fóru tólf ungir menn úr Ungmennafélagi Reykdæla í Borgarfirðinum til Reykjavíkur til fundar við tónlistarfrömuðinn Sigfús Einarsson og námu hjá honum kórsöng í nokkra daga. Þessi sönghópur er kallaður Söngflokkur Reykdæla í heimild og söng hann opinberlega á skemmtifundi hjá Ungmennafélagi Reykjavíkur í þessari sömu ferð við góðar undirtektir. Ekki liggur fyrir hvort…

Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga (1939)

Kór stúlkna söng á afmælishátíð Kvennaskóla Húnvetninga sumarið 1939 þegar skólinn fagnaði 60 ára afmæli sínu með veglegum hátíðarhöldum. Sólveig Benediktsdóttir stjórnaði þá kórnum sem gekk undir nafninu Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga. Engar heimildir eru til um að þessi kór hafi verið starfræktur á öðrum tíma en upplýsingar um hann eru vel þegnar.

Söngkvartett MA (1993)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngkvartett MA sem keppti í Viðarstauk, tónlistarkeppni Menntaskólans á Akureyri árið 1993. Að öllum líkindum var um söngkvartett að ræða eftir nafninu að dæma en það þarf þó ekki endilega að vera enda getur menntaskólahúmor teygst víða og í allar áttir.

Sönghópurinn Október [1] (1974-76)

Sönghópurinn eða Söngsveitin Október var starfandi innan vinstri hreyfingarinnar um miðjan áttunda áratuginn, að minnsta kosti frá árinu 1974 og eitthvað fram eftir árinu 1976 en þá var auglýst eftir fleiri söngröddum og svo gítarleikara, svo ljóst er að hópurinn kom fram við gítarundirleik, hópurinn skemmti í nokkur skipti á skemmtunum og fundum. Upplýsingar um…

Sönghópurinn Emil og Anna Sigga (1985-99)

Á síðasta hluta tuttugustu aldarinnar var starfræktur sönghópur – misstór og með hléum, sem skemmti með fjölbreytilegum söng allt frá Bítlunum til Bach, undir nafninu Sönghópurinn Emil og Anna Sigga. Haustið 1985 var sönghópurinn stofnaður sem kvartett og voru upphaflegir meðlimir hans þeir Bergsteinn Björgúlfsson tenór, Snorri Wium tenór, Sigurður Halldórsson kontratenór og Ingólfur Helgason…

Söngkvartett ML (1960-68)

Innan Menntaskólans á Laugarvatni störfuðu söngkvartettar stóran hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og hefur Glatkistan upplýsingar um nokkra slíka. Sá fyrsti var starfandi um 1960 og hann skipuðu þeir Gestur Steinþórsson fyrsti tenór, Sigurður Rúnar Símonarson annar tenór, Þórhallur Hróðmarsson fyrsti bassi og Sigurjón Jónsson annar bassi. Ingimar Eydal annaðist undirleik og æfði kvartettinn. Næsti…

Afmælisbörn 5. júlí 2023

Hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og átta ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…